Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1971, Page 5

Eimreiðin - 01.01.1971, Page 5
^REIÖ^ 77. ARGANGUR NR. 1 1971 Fyrstu handritin komin til íslands Það var bjart y£ir síðasta vetrardegi — 21. apríl síðastliðinn — bjart í tvennum skilningi. Sól skein í heiði er fyrstu íslenzku skinnbækurnar voru bornar á land í Reykjavík úr danska eftir- litsskipinu Vædderen, og bjart í hugum þeirra þúsunda er fögn- uðu þessurn merka og sögulega atburði. Heimkoma Flateyjarbókar og konungsbókar Eddukvæða er aðeins upphaf handritaflutninganna frá Danmörku til Islands, en staðfesting á því, að Danir eru staðráðnir í að standa að fullu við gerða samninga í þessu máli. Við hátíðlega athöfn er hand- ritin voru afhent kom það fram að dönsk stjórnvöld hefðu óskað þess að unnt hefði verið að framfylgja fyrr samkomulaginu, sem náðist árið 1961 um skil handritanna, og sem danska þjóðþing- ið staðfesti tvívegis, fyrst með lögum frá 1961 um breyting á stofnskrá Árnasafns, sem var forsenda þess að samningurinn gæti tekið gildi, og aftur var staðfest af nýkjörnu þjóðþingi 1964. En síðan hafa málaferli tafið fyrir endanlegri afhendingu handritanna, eins og kunnugt er, og tveir hæstaréttardómar fall- ið, en báðir dönsku stjórninni í vil, sá síðari 18. marz síðastlið- inn. Þar með var síðustu hindruninni rutt úr vegi og hinn 1. apríl s.l. undirrituðu menntamálaráðherrar íslands og Danmerk- ur staðfestingu á samningnum um afhendingu íslenzkra hand- rita úr Árnasafni til varðveizlu og geymslu við Háskóla íslands. Þá var jafnframt ákveðið að fyrstu handritin, sem til íslands

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.