Eimreiðin - 01.01.1971, Page 8
4 EIMREIÐIN
í Ijósum serk hún leiddi að dyngju inni
hinn leynda næturgest. í rekkju sinni
senn lá hún nakin, æskurjóð og ein.
Og ást og rökkur vísa þeim til vegar,
en víst er sárt að skiljast aftur, þegar
úr næturinnar rökkurnetum raknar.
Hún lyngdi slikjubjörtum, bláum augum
með brjóstin full af þrá og yl í taugum,
en varir hennar vita, hvers hún saknar,
er næturblærinn lágt við gluggann lætur
og laufið bærist hljóðar tunglskinsnætur,
þegar hún vaknar, þegar hún loksins vaknar.
EIMDEIOIN
RITSTJÓRI: Ingólfur Kristjánsson.
AFGREIÐSLA: Drápuhlíð 17 - Sími 16151 - Box 1127.
EIMREIÐIN kemur út þrisvar á ári. Áskriftarverð árgangsins kr. 300,00 (erlendis kr. 330,00). —
Heftið í lausasölu kr. 125,00.
GJALDDAGI er 1. apríl. Áskrift greiðist fyrirfram. Uppsögn sé skrifleg og bundin við áramót,
enda sé kaupandi þá skuldlaus við ritið. — Áskrifendur eru beðnir að tilkynna afgreiðslunni
bústaðaskipti.
PRENTSMIÐJAN ODDI HF.