Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1971, Side 12

Eimreiðin - 01.01.1971, Side 12
8 EIMREIÐIN hver skíma fram við dyr, þótt annars væri aldimmt í baðstof- unni. Þessi birta færðist nær og tók á sig mannsmynd. Og er hún kom að rúmi hans, sá hann að þetta var Æsa. Hann fékk ákafan hjartslátt, en mátti sig hvergi hræra og kom ekki upp einu orði. Honum fannst hún lúta yf- ir sig og hvísla þessum orðum: — Áin ber mig til þín! Svo hvarf þessi sýn. Hann lá lengi eins og lamaður og þá gat hann farið að hugsa. Var þetta draumur, eða var það vitrun? Honum var það óljóst, en fannst þó að hann hefði verið glaðvak- andi þegar hann sá hana. Og þá rifjaðist upp fyrir lionum hvað hún hafði sagt við hann að skiln- aði: Áin ber kvejur mínar og hugsanir til þín á hverjum degi. — Blessuð veri hún fyrir tryggðina. Nú hefir hún hugsað svo sterkt til mín, að hún birtist mér ljóslifandi. Og hún var áreiðanlega brosandi. Hún hef- ir viljað fullvissa mig um að sér þætti alltaf jafn vænt um mig. Þakka þér fyrir að þú komst og Guð blessi þig alltaf.. . . Hálfurn mánuði seinna frétti Karl á skotspónum að Æsa væri horfin. Hennar hafði verið sakn- að sama morguninn og hann dreymdi hana um nóttina. Leit- að hafði verið í öllum húsum og sent á næstu bæi að spyrja um hana, en það bar engan árang- ur. Fólkið sagði að hún mundi hafa farið í ána, óviljandi eða viljandi. Það skifti engu máli hvort heldur var, því að enginn héraðsbrestur verður þótt ein- stæðingsstúlka hverfi. Þó var Jrað boð látið út ganga, að hver sem kynni að finna lík hennar, ætti að tilkynna Jrað næsta hrepp- stjóra þegar í stað. Karli brá svo við fréttina, að hann var ekki mönnum sinnandi á eftir. Fólk sagði að hann hefði misst málið og færi einförum. Á hverjum degi sást hann g'anga upp og niður með ánni, skim- andi um bakka og eyrar eins og hann væri að leita að einhverju. Vetur lagðist snemma að með frosti og hríðum og helluís kom á ána. Eftir Jjað hætti hann ferð- um þangað, en var jafn fálátur og hljóður sem áður. Hann leysti öll sín verk vel af hendi og tal- aði stundum við skepnurnar þótt hann væri þegjandalegur á heim- ili. Um vorið gerði fjallajjey og asahláku og síðan stórrigningar með ofviðri í marga daga. Þá kom meira hlaup í ána en elztu menn mundu. Hún ruddi sig með ísbraki og beljandi dyn, en Jjegar niður á láglendið kom, hlóðst Jjar upp íshrönn rnikil, sem stíflaði strauminn. Við það liljóp áin úr farvegi sínum og flæddi yfir víðlendar, sléttar engjar, og bar Jrar yfir svo rnikið

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.