Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1971, Page 26

Eimreiðin - 01.01.1971, Page 26
22 EIMREIÐIN Það mun hafa verið á árunum 1953—54,að Vilhjálmur Þ. Gislason, þáverandi útvarpsstjóri, setti fram fyrstu alvarlegar hugmyndir um stofnun íslenzks sjónvarps. Um þær mundir var sjónvarp að verða al- mennings eign í Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku, og hefði þá ís- land átt að stíga fyrstu sporin á þeirri braut, ef dæma mátti eftir þeint hraða, sem var á upphafi útvarps liér á landi upp úr 1920. En svo varð ekki. Vilhjálmur hafði áhuga á að koma upp tilraunasjónvarpi, er sýna mætti þjóðinni á 25 ára afmæli Ríkisútvarpsins, sem var í desember 1955. Hann bollalagði um málið við Gunnlaug Briem, verkfræðing út- varpsins og núverandi póst- og símamálastjóra. Hinn 24. ágúst 1954 lagði útvarpsstjóri tillögur sínar fyrir menntamálaráðherra í bréfi og fylgdu áætlanir Gunnlaugs Briem. Útvarpsstjóri fékk engar undirtektir. Menntamálaráðuneytið var ekki eina ráðuneytið, sem fékk bréf um sjónvarpið á þessu ári, 1954. Þá um liaustið bað varnarliðið á Kefla- víkurflugvelli utanríkisráðuneytið um leyfi til að koma upp sjónvarps- stöð á flugvellinum. í marz, 1955, var slíkt l'eyfi veitt, en með ýmsum skilyrðum, þar á meðal að stöðin skyldi ekki vera sterkari en 50 vött og sendingum liennar beint í tiltekna átt. Þannig hélt sjónvarpið inn- reið sína á íslandi í bragga á Miðnesheiði. Það er athyglisvert, að íslenzkum yfirvöldum þótti ekki ómaksins vert að skýra þjóðinni frá þessum tíðindum. Mun hafa verið litið á þetta sem eina af mörgum ráðstöfunum, sem gera þurfti til þess að varnar- liðsmenn yndu sér innan girðingar flugvallarins, en sæktu sem minnst til íslenzkra byggða. Nú víkur sögunni aftur í Landssímahúsið við Austurvöll, þar sem Ríkisútvarpið hafði þá aðsetur. í ársbyrjun 1957 samþykkti nýkjörið útvarpsráð að beina þeirri spurningu til menntamálaráðherra, sem þá var dr. Gylfi Þ. Gíslason, livort sjónvarp væri í verkahring Ríkisútvarps- ins eða ekki. Hinn 30. janúar svaraði ráðherrann og úrskurðaði, að svo væri. Var það í samræmi við þann alþjóðlega skilning, að til útvarps teljist bæði hljóðvarp og sjónvarp, og væri því litið svo á, að gildandi lög um útvarp næðu einnig til sjónvarps hér á landi. Haustið 1957 kom sjónvarp fyrst til kasta hinna vitru manna, sem skipa alþingi íslendinga. Svo var mál með vexti, að endurnýja þurfti lagaheimild til að nota tekjur af Viðtækjaverzlun ríkisins til að greiða byggingaskuldir Þjóðleikhússins. Fjárhagur Ríkisútvarpsins var að ýmsu leyti vel tryggður í upphafi, en eftir það hafa valdamenn í landinu verið furðu skilingssljóir á þarfir stofnunarinnar, eins og bezt mátti sjá á því, að tekjustofn var tekinn af útvarpinu til að byggja leikhús, en fyr- ir bragðið er útvarpið enn þann dag í dag húsnæðislaust. Er sannarlega

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.