Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1971, Qupperneq 28

Eimreiðin - 01.01.1971, Qupperneq 28
24 EIMREIÐIN andi stækkun Keflavíkurstöðvarinnar. Þegar hann hafði fengið svör við spurningu sinni, réðist liann á ríkisstjórnina fyrir að veita erlendum aðila einokunaraðstöðu til sjónvarps í landinu, og hófust þar með mik- il deilumál, svo að varla voru önnur meiri með þjóðinni næstu fimm árin. Snemma á árinu 1962 var lagt fram á alþingi frumvarp um að endur- nýja enn til fjögurra ára heimildina til að verja tekjum viðtækjasölunn- ar til annarra þarfa. Flutti nú sami þingmaður aftur breytingatillögu, sem hljóðaði svo: „Hagnaður Viðtækjaverzlunar rikisins af innflutn- ingi sjónvarpstækja skal renna til Ríkisútvarpsins til undirbúnings og rekstrar sjónvarps.“ Nú þurfti ekki að segja EF sjónvarpstæki verða flutt inn. Þau streymdu inn í landið um þessar mundir. Viðbrögð alþingis urðu nú önnur en 1957. Við atkvæðagreiðslu var viðhaft nafnakall, og var tillagan samþykkt með 18 atkvæðum gegn 12. Varð nokkur úlfaþytur út af þeim leikslokum, enda klofnaði sjálf ríkis- stjórnin í þrjá hluta í málinu. Vegna tillögu þessarar safnaðist íslenzku sjónvarpi nokkuð fé næstu árin, en ekki nægði það til framkvæmda. Meginþýðing tillögunnar var hins vegar að sýna breytt viðhorf alþingismanna frá 1957, en um leið liina hörðu andstöðu, sem sjónvarpið átti við að etja. Vorið 1963 hélt Gylfi Þ. Gislason menntamálaráðherra marga fundi til þess að reyna að finna sjónvarpsmálinu þá stefnu, er þokað gæti því fram. Á þessum fundum voru ráðuneytisstjóri, Birgir Thorlacius, útvarps stjóri og formaður útvarpsráðs og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í út- varpsráði, þeir Sigurður Bjarnason og Þorvaldur Garðar Kristjánsson. Voru rædd mörg mismunandi drög að hugsanlegum lögum um íslenzkt sjónvarp, hugmyndir um tilrauna- eða skólasjónvarp og margar fleiri tillögur. Ekki báru þessi fundahöld árangur, og strandaði málið aðal- lega á þeirri hugmynd að byrja með sjónvarp fyrir Reykjavik eina, sem þótti ekki aðgengilegt, eða þá að talið var vonlaust að fá tolltekjur af innfluttum sjónvarpstækjum. Gunnlaugur Briem, póst- ag símamálastjóri, var nú beðinn að gera nýja áætlun um hugsanlega dreifingu sjónvarpsefnis um landið. Þegar hér var komið sögu, hafði Landssími íslands komið upp þráðlausu simasambandi milli nokkurra staða á landinu, þar á meðal milli höfuð- borgarinnar og Norðurlands. Þar eð’sjónvarpssending er um margt ná- skyld þráðlausum síma, kom þessi reynsla að góðum notum við áætlana- gerð fyrir sjónvarpskerfi. Rétt þótti að nota sömu staði á fjöllum uppi fyrir hvorttveggja, til dæmis á Skálafelli. Briem taldi nú, að unnt væri að senda sjónvarpsdagskrá beint frá Skálafelli til Norðurlands. Erlendir verkfræðingar liöfðu ávallt hrist
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.