Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1971, Blaðsíða 29

Eimreiðin - 01.01.1971, Blaðsíða 29
SJÓNVARP Á ÍSLANDI 25 höfuðið yfir slíkum hugmyndum og töldu þetta óhugsandi, en okkar menn voru á annarri skoðun. Nú höfðu þeir sannað með þráðlausa símanum, að þetta var hægt. Mun auðveldara virtist að koma sjónvarpi um landið en áður iiafði verið talið. II Hinn 22. nóvember 1963 samþykkti ríkisstjórnin loks að hrinda af stað undirbúningi íslenzks sjónvai'ps. Menntamálaráðherra skipaði útvarpsráð og útvarpsstjóra í nefnd til að gera nákvæma áætlun um stofnkostnað sjónvarps, kostnað við hvern áfanga í útbreiðslu þess, reksturskostnað, svo og um starfsrækslu, senditíma og dagskrárstjórn. í sjónvarpsnefnd sátu þessir menn: Benedikt Gröndal, formaður, Vilhjálmur Þ. Gíslason, Sigurður Bjarnason, Þorvaldur Garðar Krist- jánsson, Þórarinn Þórarinsson og Björn Th. Björnsson. í janúar 1964 bættist í nefndina Þorsteinn Hannesson, en hann hafði þá verið kjör- inn í útvarpsráð. Nefnd þessi lagði drög að víðtækri gagnasöfnun og vann mikið starf. Tæknilegir ráðunautar hennar voru póst- og símamálastjóri og þeir Sigurður Þorkelsson forstjóri og Sæmundur Óskarsson deildarverkfræð- ingur, báðir við Landssíma íslands. Var og leitað til margra fleiri aðila, innan lands og utan. Sjónvarpsnefndin skilaði skýrslu sinni í marz 1964. Þótt ýmislegt hafi breytzt er óhætt að segja, að skýrslan hafi verið sú áætlun, sem íslenzkt sjónvarp var byggt eftir. Hefur í öllum aðalatriðum verið fylgt þeirri stefnu, sem sjónvarpsnefndin mótaði. Nefndin byrjaði á því að gera sér grein fyrir því í höfuðdráttum, hvers konar sjónvarpsdagskrá væri hugsanleg við íslenzkar aðstæður og innan þess ramma kostnaðar, sem hér hlyti að ráða ríkjum. Voru gerð drög að dagskrá nokkurra vikna, og má í þeim frumhugmyndum finna ýmislegt, sem síðar reyndist vera vinsælt og jafnvel sögulegt efni, svo sem þáttinn Muni og minjar og ýmsa fleiri af íslenzkum þáttum sjón- varpsins. Þá voru gerðar áætlanir um stofnkostnað vegna húsnæðis og tækja, en þar var gert ráð fyrir nokkru þrengri stakk en síðar hefur verið sniðinn, og þó í aðalatriðum eins. Ennfremur voru gerðar áætlanir um bygg- ingu sendistöðva og endurvarpsstöðva, og er á því sviði skemmst frá að segja, að útbreiðsla sjónvarps um landið hefur orðið örari en nefnd- ina óraði fyrir. Er það sama reynsla og menn liafa öðlazt í flestum öðrum löndum, en ekki sakar að gera áætlanir með nokkurri varúð hvað slík atriði snertir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.