Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1971, Blaðsíða 30

Eimreiðin - 01.01.1971, Blaðsíða 30
26 EIMREIÐIN Gerð var áætlun um reksturskostnað, og var þar reiknað með 30 manna starfsliði. Það varð raunar milli 40 og 50 í fyrstu, en hefur síðan vaxið með stofnuninni, og er nú milli 80 og 90. Enn var gerð áætlun um væntanlegar tekjur sjónvarpsins, og kom þar á daginn, það sem útvarpsstjóri og formaður útvarpsráðs höfðu bent á í fyrstu áætlun sinni 1961, að óhjákvæmilegt reyndist að fá að- flutningsgjöld af sjónvarpstækjum til þess að endar næðust saman. Loks var í sjónvarpsskýrslunni fjallað um skipulagsmál og gerð til- laga um þá verkaskiptingu, sem síðan liefur verið innan Ríkisútvarps- ins. Að lokum var fjallað um skólasjónvarp og ýmsar hliðar á væntan- legri dagskrá. Nú víkur sögunni aftur til sjónvarps varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli. Það var nú orðið að miklu deilumáli meðal landsmanna, en sjón- varpsviðtæki, sem náðu sendingum stöðvarinnar, skiptu þúsundum. Af liálfu þeirra, sem börðust gegn ameríska sjónvarpinu, bar hæst svokallað ávarp sextíumenninga, sem fram kom í marz 1964, um það bil sem sjónvarpsnefndin var að ljúka störfum. Það var áskorun til alþingis um að takmarka útsendingar varnarliðsstöðvarinnar þegar við flugvöllinn sjálfan, og voru færðar fram ýmsar ástæður þ'eirri kröfu til styrktar. Fylgismenn ameríska sjónvarpsins létu ekki á sér standa. Þeir tóku að safna undirskriftum um liið gagnstæða, að engar hömlur yrðu settar á frelsi manna til að horfa á hvaða sjónvarp, sem þeim þóknaðist. Var áskorun þessi send alþingi með 14.680 undirskriftum. í deilum manna á rneðal, á málfundum og í blöðum bar annars vegar mest á röksemdum um að ameríska sjónvarpið skapaði hættu fyrir menningu þjóðarinnar, sérstaklega með því að hafa áhrif á börnin. Hins vegar var teflt fram röksemdinni um frelsi einstaklinganna til að horfa á hvaða sjónvarp, sem þeir vildu, án afskipta yfirvalda. Öllu alvarlegra var, að mál þetta varð stórpólitískt í eðli sínu og náði þannig langt út fyrir ramma sjónvarpsins. Að þessu sinni var rnegin- hluti hreyfingarinnar gegn ameríska sjónvarpinu innan þeirra stjórn- málaflokka, sem yfirleitt höfðu fylgt að málurn þátttöku fslands i Atlantshafsbandalaginu og dvöl varnarliðsins í landinu. Það kom á dag- inn, að þjóðerniskennd var engu minni í röðum þessara flokka en andstæðinga þeirra, og stuðningslið ríkjandi utanríkisstefnu klofnaði nú frá óbreyttum liðsmönnum fram í forustulið. Fyrir mörgum var ekki um að ræða frelsið til að horfa á sjónvarp, heldur frelsið til að reka sjón- varpsstarfsemi á íslenzku landi. Þetta mál varð að miklum þætti í sögu sjónvarps á íslandi, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Að vísu leiddi Ríkisútvarpið, þar með talin sjónvarpsneíndin, það lijá sér og vann að undirbúningi is-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.