Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1971, Blaðsíða 36

Eimreiðin - 01.01.1971, Blaðsíða 36
32 EIMREIÐIN Það er von mín, að lialdið verði áfram tilraunum með skólasjónvarp og þar með kannað, hvernig það hentar við íslenzkar aðstæður. Ég spái því, að það geti orðið að góðurn þætti skólakerfisins og muni hjálpa til að brúa bilið milli þéttbýlis og dreifbýlis í skólamálum. Má búast við, að skólasjónvarp verði í framtíðinni stofnun, sem að stærð og starfs- mannafjölda jafnist á við meðalstóran eða stóran gagnfræðaskóla. Rétt er að gera sér grein fyrir, að margvísleg ný tækni náskyld sjón- varpinu er nú að koma frant á sjónarsviðið. Á ég þar við myndsegul- bönd eða aðra flutningstækni í plasthylkjum, sem almenningur mun eignast eins og hljómplötur og leika heima hjá sér eftir vild. K'emur þá til lítill myndfónn, sem hylkinu er stungið í með einu handtaki, en hann er í sambandi við sjónvarpstæki og kemur myndin þar fram. Einnig eru til myndplötur, sem líta út eins og hljómplötur, Þegar þessi tækni verður alm'ennings eign, en það mun gerast á næstu 5—10 árum, munum við kaupa sjónvarpsefni í plasthylkjum, sem við getum sýnt eftir vild, rétt eins og við leikum hljómplötur eða lesurn bækur. Gefur auga leið, að hér verður um áhrifamikil kennslu- tæki að ræða, er kennarar geta valið mynd'efni eftir verkefni hverrar kennslustundar og sýnt það án teljandi fyrirhafnar. Hlutskipti sjónvarpsins verður án efa að senda út nýtt kennsluefni, sem tekið verður á myndsegulbönd í skólum og kennarar geta síðan notað að vild. Á sviði almennrar alþýðufræðslu tel ég vafalaust, að sjónvarpið muni smám saman auka starfs'emi sína á kontandi árum. Erlendis fer nú fram mikil kennsla í sjónvarpi og í Englandi er að taka til starfa sjónvarps- háskóli með 30.000 nemendum, sem munu lesa skipulega og ljúka gild- um prófum. Hér á landi tel ég, að þörf sé að endurskoða skipun alþýðu- fræðslu með tilliti til þess að nota bréfaskólakerfi í samvinnu við hljóð- varp og sjónvarp. Ættum við að ráða vel við slíkt kerfi og gefa fólki kost á að stunda skipulegt nám og ljúka prófum, enda þótt það verði ekki háskólapróf fyrst um sinn. Þarna bíður mikið verkefni, en tækin höfum við nú þegar í höndum. íslenzka sjónvarpið er aðeins fjögurra ára, og við tilkomu þess ger- breyttust forsendur hljóðvarps, svo að segja má, að þessi voldugustu fjölmiðlunartæki þjóðarinnar séu í mótun og verði það enn urn sinn. Skiptir miklu máli, að vel verði að þeim búið og um þau hugsað næstu misserin, því að þau munu verða áhrifamikill þáttur þjóðlífsins um langa framtíð. V Allmikið hefur verið rætt um auglýsingar i sjónvarpi og hafa menn á þeinr ýmsar skoðanir að vonum. Það eru deilumál í öðrum löndum,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.