Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1971, Síða 40

Eimreiðin - 01.01.1971, Síða 40
Islands hrafnistumenn Um það hvernig sjórinn gerir marga ágætismenn skrítna á mismunandi hátt Smásaga eftir Úlfar Þormóðsson Góður humar, strákar. Asskoti góður. Við verðum ekki lengi að tuttla í tunnurnar, ef hann er all- ur svona. Sko svona áann að vera. Svo er slitið togað og tætt, hal- ar hirtir hausum hent. Fimm misjafnlega áhugasam- ir humarveiðimenn, fimmtíu misfljótir fingur krafla í iðandi kös á illa smíðuðu vinnuborði, festu með stolnum nöglum í ógreiddan borðstokk mestu velti- kollu íslenzka flotans. Þannig er það:. Vírum slakað f'lekar felldir vírum slakað vírar festir togað slitið sofið vakað vírar leystir vírar hífðir flekar festir vírar hífðir stopp kaðlar dregnir vængir belgur pokar hífðir humar humar poki belgur vængir tó allt í sjó slaka slaka kontið nóg stoppið spilin slítið slítið. Og svo er slitið. Ef þeir værn allir svona, þá væri nú verandi viððetta. Sjáiði þessa. Enginn sá. Engum heldur ætl- að að sjá. Þannig er það og hefur alltaf verið.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.