Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1971, Blaðsíða 50

Eimreiðin - 01.01.1971, Blaðsíða 50
46 EIMREIÐIN efnum. Þeir fáu sem höfðu séð liann ásýndar, er þeir áttu leið um fjallið, sögðu hann góðlegan mann með vingjarnlegt hvítt skegg. Alla tíð sat hann á syll- unni fyrir framan skútann og horfði angurværum augum yfir dalinn, sem sólin hafði tekið ást- fóstri við. Hann sá snyrtilegar vínekrur, þar sem þungir höfgir vínberjaklasarnir drupu höfði í forsælunni. Auglit hans leit yfir kornakrana sem bylgjuðust í vestangolunni, og hann vissi að öxin voru væn og þrýstileg. Ald- in fíkjutrjánna og döðlupálm- anna voru gnóg og safarík, og ávextir epla og appelsínutrjánna ríkulegir af fjölda jafnt sem sæt- leika. Að eyrum hans bar blær- inn raddir dýranna neðan af víð- áttumiklum sléttunum, þar sem hirðarnir ráku nautgripina til beitar á safamestu reitina, og í sefgresið sem óx við tjarnir og vötn. Og neðan frá hæðunum bergmálaði jarm geitanna og sauðkindanna sem kenndu kið- um sínum að Jrekkja lystisemdir frelsisins, en frá tjöldum farand- sölumannanna hljóð úlfaldans. Fuglar himinsins sungu tilver- unni fagnaðaróð og eins og hún voru raddir Jæirra hreinar og gleðiþrungnar. Að vitum hans barst mjúk angan skrautblóm- anna, sem spegluðu sig í upp- sprettulindum hæðanna, og þungur ilmur skógarins sem klæddi hlíðar fjallanna. í öllum ám og straumum var mergð fiskj- ar og landið flaut í rnjólk og hun- angi Allt þetta skynjaði einbúinn vitri, og er vindurinn strauk sítt skegg hans blíðlega, andvarpaði liann, og kyrrð friðarins fyllti huga hans. Og fólkið var frítt og iðjusamt, og gjörði ekkert mein sín á milli. Og Jrar eð fólk- ið skildi hvort annað, voru engin lög í landinu, vegna þess að aldrei hafði ranglæti verið haft um hönd. Þannig var að allir fóru með friði. Feður barnanna lögðu kapp sitt allt í að yrkja jörðina, og geislar himinsins breyttu svitadropunum á breið- um bökum þeirra í fegurstu perl- ur jarðarinnar. Hlátur Jreirra var skær og einlægur, og þeir léku í gamni meðan Jaeir bundu korn- bindin á ökrunum. Á kvöldin drukku þeir sæt vín og sögðu sögur af veiðiferðum, og líf þeirra var gott. Konurnar voru heilbrigðar og hreinar og sögðu aldrei illt orð. Af höndum inntu J:>ær margvísleg verk, en líf þeirra var indælt, þar eð varir þeirra báru ætíð bros. í deigtrogum sín- um hnoðuðu þær hveitideig og bættu í það möndlum og þurrk- uðum vínberjum, og bökuðu úr því ilmandi brauð. Þær þrifu og verkuðu skinn til heima- notkunar, og þær spunnu dúka úr geitahárum og ull. í þeirra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.