Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1971, Qupperneq 55

Eimreiðin - 01.01.1971, Qupperneq 55
ASKAN 51 son sinn og unnustu hans út með viðleguútbúnað og sendi þau til fjalla. Vildi hann eigi ofurselja ástvini sína ofsækjendum þeirra, því að liann var maður fullur fyrirgefningar og hann sá ekki rétt þeirra sem með réttlætið höndluðu. En er leiðtoginn og menn hans urðu þess vísari lwað hann hafði gjört, var lieift þeirra taumlaus og þeir lögðu eld í akra hans og hlöðu, því að hann hafði syndgað. En við eyði- legginguna fylltist bóndinn vit- stola hatri og rann á hann slíkt æði og tryllingur að liann greip til heykvíslar sinnar og vildi freista þess að verja eignir sínar og heimili. Lagði hann þar tvo menn í gegn með heykvíslinni svo að þeir hlutu bana af og veitti öðrum mikil sár. Var hann þá ofurliði borinn og drepinn á staðnum og er húsfreyjan reyndi að meina verknaðinn, mis- þyrmdu þeir henni hrottalega í grimmd sinni. I fyrstu, er geðs- hræringu þeirra lægði, fylltust mennirnir eftirsjá af glapræðis- vígi þessu, en fyrir milligöngu æðstaboðarans varð þeim síðar ljóst að þeir höfðu ekkert rangt gjört, en aðeins fylgt hinu ritaða boðorði, svo sem skylda jjeirra bauð. Hvarf þá hver til síns heima. Eftir atburð þennan rnögn- uðust upp illdeilur milli ým- issa skyldmenna bóndafjölskyld- unnar og ránsmanna og rógbar þar hver annan sem mátti. Sonur bóndans, sem fór huldu höfði, gerðist nú stigamaður og rændi nauðsynjum sínum öllum og skar annarra manna fé. Kenndu hatursmenn hvorir öðrum spell- virki þau og sú ráðvendni, sem áður var Jteim rótgróin, vék fyr- ir vélráðum, logandi afbrýði og öfundsýki. Og er ógæfan færð- ist yfir landið, óx miskunnar- leysi þeirra sem reyndu að berja niður glæpi mannanna og víg- frek sverð þeirra hlóðu kesti veg- inna syndara. Ungir og gamlir afbrotamenn rotnuðu, án um- hirðu og bjargar, í niðurgröfn- um dýflissum stjórnnvaldanna. Og börn þeirra voru fótuin troð- in og eiginkonur þeirra svívirtar og myrtar, því að frá þeim gat ekkert gott komið og enginn vildi liðsinna þeim. Og alda tor- tímingarinnar reis stöðugt hærra. Og allt þetta sá vitringurinn á fjallinu og sál hans fylltist af beizkri sorg, því að hann fann að þetta hafði hann gjört. Og í sorg sinni reif hann klæði sín, því að fyrir eitt epli hafði hann selt heiminn sem hann svo elskaði. Og er angist hans linaðist, skildi hann að í boðorðinu sjálfu leyndist hið illa, því að sérlivert brot kallaði á annað hefndar- brot mannanna í kjölfar sitt. Og augu hans fylltust af tárum yfir einfeldni sjálfs sín og hann fann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.