Eimreiðin - 01.01.1971, Blaðsíða 56
52
EIMREIÐIN
að sekt sín var mikil. Þannnig
var það að vitringurinn mikli
gekk niður af fjallinu háa, eina
nótt þegar allt var liljótt og
frjálsir menn sváfu bak við lukt-
ar dyr og máninn lagði silfur-
ábreiðu sína yfir landið. Og er
himininn glaðnaði af degi, kom
liann að útjaðri borgarinnar.
Og hann kom Jjar sem fólk
ræddi um útlagana í fjöllunum
og hann mælti til Jress og sagði:
„Fyrirgefið þeim Jdví að jDeir
ráða eigi gjörðum sínum. Óttist
Jrá eigi og áfellizt, en elskið þá
og sýnið þeim velvilja, því að þá
munu þeir virða yður og lög
yðar“.
Og fólkið varð undrandi
yfir orðum hans og sumir hlógu
að honum, en sumir fylgdu lion-
um inn í borgina, Jjví að Jreir
fundu að hann mælti af göfug-
leika. Og liann kom Jrar að sem
hermenn tygjuðu sig til bardaga
við Jrá útlægu og hann sagði við
þá: „Farið livergi, en lifið í friði
og yrkið jörðina". En Jreir sögðu:
„Akrar okkar og hlöður hafa
verið brenndar af ræningjum og
til hvers er uppskeran, ef að hún
verður eldinum að bráð?“ En
vitringurinn mælti: „Sýnið jDeim
miskunn, því að þá munu Jreir
hlífa uppskeru yðar og gera yður
engann miska. Farið með friði
og jrér munuð frið upp skera“.
Og þeir köstuðu vopnum sínum,
því að þeir sáu að orð hans var
sannleikur. Og Jreir fyldu lion-
um.
En er ráðgjafar æðstaboðarans
báru honum þau tíðindi að víða
um byggðina gengi heimspek-
ingur og kenndi fólki að breyta
samkvæmt lijarta sínu, en láta
boðorðið liggja milli hluta, þá
brá hann við harkalega og sendi
lífverði sína út af örkinni til að
færa mann þennan til sín. Og
Jreir tóku liann höndum og
fluttu liann í böndum til skraut-
hýsisins og þeir létu hann krjúpa
frammi fyrir hásætinu og
hneygja höfuð sitt í duftið. Og
hann leit út eins og fátækur
förumaður, því að klæði lians
höfðu verið rifin og höfuð hans
núið ösku, Jrví að jDannig varð
hann hlægilegur í augum fólks-
ins. Og æðstiboðarinn byrsti ríidd
sína til hans og mælti: „Þær
fregnir eru mér sagðar, að þú,
armi maður, berir út last á orð
hins alvitra og biðjir fólk að
vanvirða þau. Hefur þér ekki
verið kennt hver hefnd bíður
allra manna ef vitringnum
mikla er þannig misboðið"? En
Jrá lyfti vitringurinn höfði sínu
og augu hans, full hryggðar,
mættu augnaráði höfðingjans og
hann mælti: „Ég er hann“. Og
hann mælti ekki annað.
En ótti og ógn sló hug æðsta-
boðarans, Jrví að þótt maður
Jressi væri tötrum klæddur og
svertur, skein göfugleiki og