Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1971, Side 58

Eimreiðin - 01.01.1971, Side 58
54 EIMREIÐIN hungrið svarf að fólkinu og það gat eigi meir borið ok sitt, varð sumt magnþrota og bjargarlaust og fyrirfórst, en sumt braust um í æði þjáninganna og hóf upp heróp og vopnaglym og tróð undir fótum sér kúgara sína. Og löndin nötruðu af neyðarkvein- um og andrúmsloftið var beizkt af blóðgufu, þungt af skelfingu og ógnun. Og mennirnir eitruðu umbverfi sitt og náttúran varð menguð af dauða og fári. Og er endalok þeirra nálguð- ust, gengu sumir menn til fjalls- ins og báðu við rætur þess. „Ó, miskunna þú oss, lát þú oss eigi glatast, almáttugi verndari. Lát oss í té reglur sem bjarga munu oss frá eilífri glötun“. Og lengi biðu þeir við rætur fjallsins, á bæn biðu þeir við rætur fjalls- ins. En þeir fengu ekkert svar. . . Á þennan hátt endaði lesrnál kversins hálfgildis í lausu lofti inni í því miðju. Sagnfræðingur- inn andvarpaði þunglega. Hvers vegna var hann að eyða tíman- um í slíka vitleysu? Hann hryllti sér og bölvaði, — andstyggðar kuldinn sótti æ fastar að honum. Brátt tæki að grána að morgni, og eldurinn í arninum var ekki lengur nema glóðin ein. Og elds- neyti ekkert til, nema þá allar þessar ótöldu mannkynssögu- bækur. Að ógleymdum þessum ómerkingspésa, sem á óskiljan- legan hátt hafði slæðzt inn í bókasafn, sem einungis var ætl- að sögu mannkyns. Hann laut áfram í stólnum og fleygði kver- inu á glæðurnar. Sögupersónur sem hrjáðust af svo makalausri vanvizku, verðskulduðu sannar- lega að brenna til ösku. Og logarnir læstu sig um þunnar eldfimar síðurnar, sem í nokkur augnablik engdust líkt og í kvöl, en hjöðnuðu síðan saman í krumplaðar öskuagnir sem hitastraumurinn lyfti upp úr eldstæðinu, upp skorsteininn, og út í napurt næturloftið. Og undarlega hvíslandi vindurinn greip öskuna í faðm sér og bar hana hátt inn yfir auðnir brunn- inna heimsvelda, út yfir rústir mannlegra afreka. Og þar féll askan úr kverinu til jarðar, ofan á ösku mannkyns, og munurinn þar á var enginn.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.