Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Side 16

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Side 16
UPPELDISHÆTTIR FORELDRA OG SJALFSALIT hvort unglingi finnst foreldrarnir ýta undir sjálfstæði hans með því að hvetja hann til að láta í ljós skoðanir sínar, hugmyndir og tilfinningar, virða þær og viðurkenna hann á hans eigin forsendum (Lamborn o.fl., 1991). Dæmi um spurningar eru: Hvað afeftir- töldu á við umföðnr piim? (sambærilegar spurningar fyrir móður): Hann hvetur mig til að hugsa sjálfstætt. Möguleg svör: Oftast rétt, oftast rangt. Hversu oft segja foreldrar þínir þér að hugmyndir þeirra séu réttar og að þú eigir ekki að efast um þær? Möguleg svör: Aldrei, sjaldan, stundum, oft. Hvernig bregðast foreldrar þínir venjulega við þegar þú færð slæma einkunn eða einkunnir? Þau láta mig finna til sektarkenndar. Möguleg svör fyrir móður og föður: Aldrei, stundum, alltaf. Samheldni (15 spurningar, M = 0,85, SF = 0,11, Spönn = 0,48-1,00, alfa = 0,76) mælir hversu vel unglingur telur sig geta treyst á stuðning foreldra og hver fjöldi samveru- stunda þeirra er (Lamborn o.fl., 1991). Dæmi um spurningar eru: Hvað af eftirtöldu á oftast við umföður þinn? (sambærilegt fyrir móður): (1) Ég get treyst á að hann hjálpi mér ef ég lendi í vandræðum. Möguleg svör: Oftast rétt, oftast rangt; (2) Hann hjálpar mér með verkefni fyrir skólann ef það er eitthvað sem ég skil ekki. Möguleg svör fyrir móður og föður: Oftast rétt, oftast rangt. Hversu oft gerir fjölskylda þín eitthvað skemmti- legt satnan? Möguleg svör: Næstum daglega, nokkrum sinnum í mánuði, næstum aldrei. Uppeldishættirnir fjórir voru settir saman úr gildum á mælingunum „viðurkenn- ingu" og „samheldni". Breytunum var þrískipt þannig að jafnmargir einstaklingar voru í hverjum þriðjungi (sjá aðferð Lamborn o. fl., 1991; Sigrún Aðalbjarnardóttir og Leifur G. Hafsteinsson, 2001). Þeir unglingar sem mátu foreldra sína í hæsta þriðjung bæði á „viðurkenningu" og „samheldni" töldustbúa við viðurkenningu og mikla sam- heldni. Þeir unglingar sem mátu foreldra sína í hæsta þriðjung í „viðurkenningu" en lægsta þriðjung í „samheldni" töldust búa við viðurkenningu og litla samheldni. Ung- lingar sem mátu foreldra sína í lægsta þriðjung á „viðurkenningu" en hæsta þriðjung á „samheldni" töldust búa við sálræna stjórn og mikla samheldni. Loks töldust þeir ung- lingar, sem mátu foreldra sína í lægsta þriðjung í bæði „viðurkenningu" og „sam- heldni" búa við sálræna stjórn og litla samheldni. Til að geta greint uppeldishættina skýrar að var þeim unglingum sem mátu for- eldra sína á miðjuþriðjunginn á annarri eða báðum uppeldismælingunum „viður- kenning" og „samheldni" sleppt í tölfræðilegri úrvinnslu (Lamborn o.fl., 1991). Lunderni. Lunderni var metið með spurningalistanum „Revised dimensions of temperament survey (DOTS-R)" (Windle og Lerner, 1986). Kvarðinn samanstendur af 54 staðhæfingum sem mæla 10 lundernisþætti. Dæmi um lundernisþætti eru: Almenn hreyfivirkni, skap, svefnvenjur, matarvenjur, einbeiting og þolgæði. Dæmi um staðhæfingar eru: „Ég get ekki verið lengi kyrr", „Það er margt sem kemur mér til að hlæja og brosa" og „Ég hef svipaða matarlyst dag hvern". Svarmöguleikar eru: Yfirleitt satt, frekar satt, frekar ósatt og yfirleitt ósatt. Svör þátttakenda voru flokkuð í neikvætt eða jákvætt lunderni (sbr. Windle, 1991). Ungmennin, sem svöruðu spurningum þannig að svörin féllu í einhvern hinna fjögurra uppeldishátta við 14 ára aldur og svöruðu jafnframt a.m.k. 75% spurning- anna á sjálfsálitskvarðanum við 14 ára aldur, voru 485 talsins. Engin brottfallsgildi voru á lunderniskvarðanum. 14
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.