Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Síða 16
UPPELDISHÆTTIR FORELDRA OG SJALFSALIT
hvort unglingi finnst foreldrarnir ýta undir sjálfstæði hans með því að hvetja hann til
að láta í ljós skoðanir sínar, hugmyndir og tilfinningar, virða þær og viðurkenna hann
á hans eigin forsendum (Lamborn o.fl., 1991). Dæmi um spurningar eru: Hvað afeftir-
töldu á við umföðnr piim? (sambærilegar spurningar fyrir móður): Hann hvetur mig
til að hugsa sjálfstætt. Möguleg svör: Oftast rétt, oftast rangt. Hversu oft segja foreldrar
þínir þér að hugmyndir þeirra séu réttar og að þú eigir ekki að efast um þær? Möguleg
svör: Aldrei, sjaldan, stundum, oft. Hvernig bregðast foreldrar þínir venjulega við þegar
þú færð slæma einkunn eða einkunnir? Þau láta mig finna til sektarkenndar. Möguleg
svör fyrir móður og föður: Aldrei, stundum, alltaf.
Samheldni (15 spurningar, M = 0,85, SF = 0,11, Spönn = 0,48-1,00, alfa = 0,76) mælir
hversu vel unglingur telur sig geta treyst á stuðning foreldra og hver fjöldi samveru-
stunda þeirra er (Lamborn o.fl., 1991). Dæmi um spurningar eru: Hvað af eftirtöldu á
oftast við umföður þinn? (sambærilegt fyrir móður): (1) Ég get treyst á að hann hjálpi
mér ef ég lendi í vandræðum. Möguleg svör: Oftast rétt, oftast rangt; (2) Hann hjálpar
mér með verkefni fyrir skólann ef það er eitthvað sem ég skil ekki. Möguleg svör fyrir
móður og föður: Oftast rétt, oftast rangt. Hversu oft gerir fjölskylda þín eitthvað skemmti-
legt satnan? Möguleg svör: Næstum daglega, nokkrum sinnum í mánuði, næstum
aldrei.
Uppeldishættirnir fjórir voru settir saman úr gildum á mælingunum „viðurkenn-
ingu" og „samheldni". Breytunum var þrískipt þannig að jafnmargir einstaklingar
voru í hverjum þriðjungi (sjá aðferð Lamborn o. fl., 1991; Sigrún Aðalbjarnardóttir og
Leifur G. Hafsteinsson, 2001). Þeir unglingar sem mátu foreldra sína í hæsta þriðjung
bæði á „viðurkenningu" og „samheldni" töldustbúa við viðurkenningu og mikla sam-
heldni. Þeir unglingar sem mátu foreldra sína í hæsta þriðjung í „viðurkenningu" en
lægsta þriðjung í „samheldni" töldust búa við viðurkenningu og litla samheldni. Ung-
lingar sem mátu foreldra sína í lægsta þriðjung á „viðurkenningu" en hæsta þriðjung
á „samheldni" töldust búa við sálræna stjórn og mikla samheldni. Loks töldust þeir ung-
lingar, sem mátu foreldra sína í lægsta þriðjung í bæði „viðurkenningu" og „sam-
heldni" búa við sálræna stjórn og litla samheldni.
Til að geta greint uppeldishættina skýrar að var þeim unglingum sem mátu for-
eldra sína á miðjuþriðjunginn á annarri eða báðum uppeldismælingunum „viður-
kenning" og „samheldni" sleppt í tölfræðilegri úrvinnslu (Lamborn o.fl., 1991).
Lunderni. Lunderni var metið með spurningalistanum „Revised dimensions of
temperament survey (DOTS-R)" (Windle og Lerner, 1986). Kvarðinn samanstendur af
54 staðhæfingum sem mæla 10 lundernisþætti. Dæmi um lundernisþætti eru:
Almenn hreyfivirkni, skap, svefnvenjur, matarvenjur, einbeiting og þolgæði. Dæmi
um staðhæfingar eru: „Ég get ekki verið lengi kyrr", „Það er margt sem kemur mér
til að hlæja og brosa" og „Ég hef svipaða matarlyst dag hvern". Svarmöguleikar eru:
Yfirleitt satt, frekar satt, frekar ósatt og yfirleitt ósatt. Svör þátttakenda voru flokkuð
í neikvætt eða jákvætt lunderni (sbr. Windle, 1991).
Ungmennin, sem svöruðu spurningum þannig að svörin féllu í einhvern hinna
fjögurra uppeldishátta við 14 ára aldur og svöruðu jafnframt a.m.k. 75% spurning-
anna á sjálfsálitskvarðanum við 14 ára aldur, voru 485 talsins. Engin brottfallsgildi
voru á lunderniskvarðanum.
14