Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Side 17

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Side 17
SIGRÚN AÐALBJ ARNARDÓTTIR OG KRISTlN LILJA G A R Ð A R S D Ó T T I R Þátttakendur skiptust á eftirfarandi hátt eftir uppeldisháttum og kynferði: Viðui'- kenning og samheldni, 110 stúlkur (37%) og 83 piltar (44%); viðurkenning og lítil samheldni, 47 stúlkur (16%) og 30 piltar (15%); sálræn stjórn og samheldni, 41 stúlka (15%) og 23 piltar (12%); sálræn stjórn og lítil samheldni, 96 stúlkur (33%) og 57 piltar (29%). - Framkvæmd Vorið 1994 (mars) voru spurningalistar lagðir fyrir alla þá nemendur í 9. bekk í grunnskólum Reykjavíkur sem höfðu samþykkt að taka þátt og voru mættir í skólann þá daga sem listarnir voru lagðir fyrir. Tveir listar með spurningum og fullyrðingum, sem fjalla meðal annars um uppeldisaðferðir foreldra, sjálfsálit og lunderni voru lagðir fyrir í kennslustundum. Vorið 2001 (maílok) voru spurningalistar sendir til allra þeirra sem tóku þátt 1994 og höfðu þeir m.a. að geyma mælingu á sjálfsáliti. Rúmum mánuði eftir að listarnir voru sendir til þátttakenda voru send út bréf þar sem beiðni um listana var ítrekuð. Rúmum tveimur mánuðum eftir þá ítrekun var hringt í þá sem höfðu ekki sent listana. Þeim var boðið að fá nýja lista ef þeir höfðu glatað listanum. Að lokum var hringt aftur til þátttakenda og beiðni um listana enn ítrekuð. Gagnaöflun lauk í árslok. Tölfræðileg greining Frumbreytur voru: Kyn, stéttarstaða, lunderni og uppeldishættirnir fjórir; (1) viður- kenning og mikil samheldni, (2) viðurkenning og lítil samheldni, (3) sálræn stjórn og mikil samheldni, (4) sálræn stjórn og lítil samheldni. Allar frumbreytur voru mældar við 14 ára aldur. Fylgibreyta var sjálfsálit, sem mæld var bæði við 14 og 21 árs aldur. Tölfræðiúrvinnsla. Framkvæmd var dreifigreining með endurteknum mælingum (Analysis ofVariance (ANOVA) for Repeated Measures), til að meta tengsl uppeldishátta, kynferðis og lundernis við sjálfsálit þátttakendanna á 15. og 22. aldursári. Öll mögu- leg samvirkniáhrif á milli uppeldishátta og annarra frumbreytna á sjálfsálit voru metin. Ef marktækur munur kom fram á tengslum milli uppeldishátta og sjálfsálits var Scheffe marktektarpróf notað til að athuga hvar marktæknin lá. Tengsl frumbreytna við sjálfsálit. Niðurstöður erlendra rannsókna hafa margítrekað sýnt að hegðunarstjórn foreldra hefur lítil áhrif á líðan unglinga (Steinberg, 2001). Fylgni milli hegðunarstjórnar og sjálfsálits var athuguð til að kanna hvort slíkt ætti einnig við í þessari rannsókn. Markmiðið var að sleppa breytunni hegðunarstjórn í frekari úrvinnslu ef hún tengdist ekki fylgibreytunni. Sama var að segja um frum- breytuna stéttarstaða. Ástæðan er sú að þegar unnið er með uppeldishætti (flokka samansetta úr gildum á „viðurkenningu" og „samheldni") fækkar þátttakendum mjög. Vænlegast er því að hafa sem fæstar frumbreytur í líkaninu og taka út þær sem ekki tengjast fylgibreytu. í fylgniútreikningum kom fram að hegðunarstjórn tengdist sjálfsáliti við 14 ára aldur; fylgnin var þó lág (r = 0,14, p<0,01), en hún tengdist ekki sjálfsáliti við 21 árs aldur. Þá reyndist frumbreytan „stétt" tengjast en hafa þó lága fylgni við sjálfsálit við 14 ára aldur (r = 0,12, p<0,01), en hún tengdist ekki sjálfsáliti við 21 árs aldur. 15
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.