Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Page 17
SIGRÚN AÐALBJ ARNARDÓTTIR OG KRISTlN LILJA G A R Ð A R S D Ó T T I R
Þátttakendur skiptust á eftirfarandi hátt eftir uppeldisháttum og kynferði: Viðui'-
kenning og samheldni, 110 stúlkur (37%) og 83 piltar (44%); viðurkenning og lítil
samheldni, 47 stúlkur (16%) og 30 piltar (15%); sálræn stjórn og samheldni, 41 stúlka
(15%) og 23 piltar (12%); sálræn stjórn og lítil samheldni, 96 stúlkur (33%) og 57 piltar
(29%). -
Framkvæmd
Vorið 1994 (mars) voru spurningalistar lagðir fyrir alla þá nemendur í 9. bekk í
grunnskólum Reykjavíkur sem höfðu samþykkt að taka þátt og voru mættir í skólann
þá daga sem listarnir voru lagðir fyrir. Tveir listar með spurningum og fullyrðingum,
sem fjalla meðal annars um uppeldisaðferðir foreldra, sjálfsálit og lunderni voru
lagðir fyrir í kennslustundum. Vorið 2001 (maílok) voru spurningalistar sendir til
allra þeirra sem tóku þátt 1994 og höfðu þeir m.a. að geyma mælingu á sjálfsáliti.
Rúmum mánuði eftir að listarnir voru sendir til þátttakenda voru send út bréf þar
sem beiðni um listana var ítrekuð. Rúmum tveimur mánuðum eftir þá ítrekun var
hringt í þá sem höfðu ekki sent listana. Þeim var boðið að fá nýja lista ef þeir höfðu
glatað listanum. Að lokum var hringt aftur til þátttakenda og beiðni um listana enn
ítrekuð. Gagnaöflun lauk í árslok.
Tölfræðileg greining
Frumbreytur voru: Kyn, stéttarstaða, lunderni og uppeldishættirnir fjórir; (1) viður-
kenning og mikil samheldni, (2) viðurkenning og lítil samheldni, (3) sálræn stjórn og
mikil samheldni, (4) sálræn stjórn og lítil samheldni. Allar frumbreytur voru mældar
við 14 ára aldur. Fylgibreyta var sjálfsálit, sem mæld var bæði við 14 og 21 árs aldur.
Tölfræðiúrvinnsla. Framkvæmd var dreifigreining með endurteknum mælingum
(Analysis ofVariance (ANOVA) for Repeated Measures), til að meta tengsl uppeldishátta,
kynferðis og lundernis við sjálfsálit þátttakendanna á 15. og 22. aldursári. Öll mögu-
leg samvirkniáhrif á milli uppeldishátta og annarra frumbreytna á sjálfsálit voru
metin. Ef marktækur munur kom fram á tengslum milli uppeldishátta og sjálfsálits
var Scheffe marktektarpróf notað til að athuga hvar marktæknin lá.
Tengsl frumbreytna við sjálfsálit. Niðurstöður erlendra rannsókna hafa margítrekað
sýnt að hegðunarstjórn foreldra hefur lítil áhrif á líðan unglinga (Steinberg, 2001).
Fylgni milli hegðunarstjórnar og sjálfsálits var athuguð til að kanna hvort slíkt ætti
einnig við í þessari rannsókn. Markmiðið var að sleppa breytunni hegðunarstjórn í
frekari úrvinnslu ef hún tengdist ekki fylgibreytunni. Sama var að segja um frum-
breytuna stéttarstaða. Ástæðan er sú að þegar unnið er með uppeldishætti (flokka
samansetta úr gildum á „viðurkenningu" og „samheldni") fækkar þátttakendum
mjög. Vænlegast er því að hafa sem fæstar frumbreytur í líkaninu og taka út þær sem
ekki tengjast fylgibreytu.
í fylgniútreikningum kom fram að hegðunarstjórn tengdist sjálfsáliti við 14 ára
aldur; fylgnin var þó lág (r = 0,14, p<0,01), en hún tengdist ekki sjálfsáliti við 21 árs
aldur. Þá reyndist frumbreytan „stétt" tengjast en hafa þó lága fylgni við sjálfsálit við
14 ára aldur (r = 0,12, p<0,01), en hún tengdist ekki sjálfsáliti við 21 árs aldur.
15