Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Síða 20

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Síða 20
UPPELDISHÆTTIR FORELDRA OG SJÁLFSÁLIT (sjá töflur 1 og 2). Þau ungmenni sem töldu sig við 14 ára aldur búa í senn við viður- kenningu og mikla samheldni (M = 3,64) eða viðurkenningu og litla samheldni (M = 3,54) reyndust með betra sjálfsálit en þau ungmenni sem töldu sig búa við sálræna stjórn og mikla samheldni (M = 3,22, /j<0,0001) eða sálræna stjórn og litla samheldni (M = 3,07, p<0,0001). Hins vegar kom ekki fram marktækur munur á meðaltölum sjálfsálitskvarðans hjá þeim ungmennum sem töldu sig búa við viðurkenningu og mikla samheldni og þeirra sem töldu sig búa við viðurkenningu og litla samheldni. Ekki kom heldur fram munur á sjálfsáliti þeirra ungmenna sem töldu sig búa við sál- ræna stjórn og mikla samheldni og þeirra sem upplifðu sálræna stjórn og litla sam- heldni. Með öðrum orðum, samheldni við 14 ára aldur virðist skipta minna máli um sjálfsálit við 21 árs aldur en viðurkenning og andstæða hennar, sálræn stjórn. í töflu 2 má jafnframt sjá að lunderni við 14 ára aldur reyndist segja fyrir um sjálfs- álit ungmennanna við 21 árs aldur, að teknu tilliti til uppeldishátta og kynferðis, F(l, 469) = 4,28, p<0,05. Það unga fólk sem mældist með erfiða lund 14 ára gamalt hafði að meðaltali lakara sjálfsálit við 21 árs aldur en það sem hafði góða lund við 14 ára aldur (sjá töflu 1). UMRÆÐA Meginþýðing rannsóknarinnar felst í því að fram koma mikilvægar upplýsingar um uppeldi foreldra og sjálfsálit ungmenna. Ein eindregnasta niðurstaðan er sú að upp- eldishættir foreldra við 14 ára aldur ungmenna tengdust sjálfsáliti þeirra bæði við 14 ára aldur og eins rúmum sjö árum síðar þegar flest þeirra höfðu náð 22 ára aldri. Þessi tengsl milli uppeldishátta og sjálfsálits komu fram án tillits til þess hvort ung- mennin höfðu góða eða erfiða lund við 14 ára aldur og óháð því hvort stúlkur eða piltar áttu í hlut. Þeir unglingar sem töldu sig búa við viðurkenningu foreldra og mikla samheldni fjöl- skyldunnar við 14 ára aldur höfðu besta sjálfsálitið á þeim aldri. Nánar tiltekið virtust þeir unglingar hafa gott sjálfsálit sem töldu foreldrana hvetja sig til að láta í ljós hug- myndir sínar og tilfinningar (viðurkenning); jafnt sem þeir treystu á stuðning foreldra sinna og vörðu mörgum stundum með þeim (samheldni). Aftur á móti reyndust þeir unglingar sem töldu sig búa við sálræna stjórn foreldra og litla samheldni við 14 ára aldur hafa lakasta sjálfsálitið á þessum aldri. Þetta eru þeir unglingar sem finnst foreldrarnir gera lítið úr hugmyndum þeirra og skoðunum (sálræn stjórn), jafnt sem þeim finnst þeir fá lítinn stuðning foreldra og njóta fárra samverustunda með þeim (lítii samheldni). Viðurkenning foreldra og samheldni fjölskyldunnar skipta því miklu um sjálfsálit unglinga við 14 ára aldur. Ekki er þó öll sagan sögð því að þeir unglingar sem töldu sig búa við viðurkenn- ingu og litla samheldni við 14 ára aldur höfðu betra sjálfsálit á þeim aldri en þeir ung- lingar sem töldu sig búa við sálræna stjórn og mikla samheldni. I því ljósi má hugsan- lega líta svo á að viðurkenning foreldra veiti sterkari vörn gegn löku sjálfsáliti en samheldni. Þessi vísbending styrkist nokkuð þegar litið er fram í tímann. Rúmum sjö árum 18 J
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.