Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Qupperneq 20
UPPELDISHÆTTIR FORELDRA OG SJÁLFSÁLIT
(sjá töflur 1 og 2). Þau ungmenni sem töldu sig við 14 ára aldur búa í senn við viður-
kenningu og mikla samheldni (M = 3,64) eða viðurkenningu og litla samheldni (M =
3,54) reyndust með betra sjálfsálit en þau ungmenni sem töldu sig búa við sálræna
stjórn og mikla samheldni (M = 3,22, /j<0,0001) eða sálræna stjórn og litla samheldni
(M = 3,07, p<0,0001). Hins vegar kom ekki fram marktækur munur á meðaltölum
sjálfsálitskvarðans hjá þeim ungmennum sem töldu sig búa við viðurkenningu og
mikla samheldni og þeirra sem töldu sig búa við viðurkenningu og litla samheldni.
Ekki kom heldur fram munur á sjálfsáliti þeirra ungmenna sem töldu sig búa við sál-
ræna stjórn og mikla samheldni og þeirra sem upplifðu sálræna stjórn og litla sam-
heldni. Með öðrum orðum, samheldni við 14 ára aldur virðist skipta minna máli um
sjálfsálit við 21 árs aldur en viðurkenning og andstæða hennar, sálræn stjórn.
í töflu 2 má jafnframt sjá að lunderni við 14 ára aldur reyndist segja fyrir um sjálfs-
álit ungmennanna við 21 árs aldur, að teknu tilliti til uppeldishátta og kynferðis, F(l,
469) = 4,28, p<0,05. Það unga fólk sem mældist með erfiða lund 14 ára gamalt hafði
að meðaltali lakara sjálfsálit við 21 árs aldur en það sem hafði góða lund við 14 ára
aldur (sjá töflu 1).
UMRÆÐA
Meginþýðing rannsóknarinnar felst í því að fram koma mikilvægar upplýsingar um
uppeldi foreldra og sjálfsálit ungmenna. Ein eindregnasta niðurstaðan er sú að upp-
eldishættir foreldra við 14 ára aldur ungmenna tengdust sjálfsáliti þeirra bæði við 14
ára aldur og eins rúmum sjö árum síðar þegar flest þeirra höfðu náð 22 ára aldri.
Þessi tengsl milli uppeldishátta og sjálfsálits komu fram án tillits til þess hvort ung-
mennin höfðu góða eða erfiða lund við 14 ára aldur og óháð því hvort stúlkur eða
piltar áttu í hlut.
Þeir unglingar sem töldu sig búa við viðurkenningu foreldra og mikla samheldni fjöl-
skyldunnar við 14 ára aldur höfðu besta sjálfsálitið á þeim aldri. Nánar tiltekið virtust
þeir unglingar hafa gott sjálfsálit sem töldu foreldrana hvetja sig til að láta í ljós hug-
myndir sínar og tilfinningar (viðurkenning); jafnt sem þeir treystu á stuðning
foreldra sinna og vörðu mörgum stundum með þeim (samheldni). Aftur á móti
reyndust þeir unglingar sem töldu sig búa við sálræna stjórn foreldra og litla samheldni
við 14 ára aldur hafa lakasta sjálfsálitið á þessum aldri. Þetta eru þeir unglingar sem
finnst foreldrarnir gera lítið úr hugmyndum þeirra og skoðunum (sálræn stjórn),
jafnt sem þeim finnst þeir fá lítinn stuðning foreldra og njóta fárra samverustunda
með þeim (lítii samheldni). Viðurkenning foreldra og samheldni fjölskyldunnar
skipta því miklu um sjálfsálit unglinga við 14 ára aldur.
Ekki er þó öll sagan sögð því að þeir unglingar sem töldu sig búa við viðurkenn-
ingu og litla samheldni við 14 ára aldur höfðu betra sjálfsálit á þeim aldri en þeir ung-
lingar sem töldu sig búa við sálræna stjórn og mikla samheldni. I því ljósi má hugsan-
lega líta svo á að viðurkenning foreldra veiti sterkari vörn gegn löku sjálfsáliti en
samheldni.
Þessi vísbending styrkist nokkuð þegar litið er fram í tímann. Rúmum sjö árum
18
J