Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Síða 21

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Síða 21
SIGRUN AÐALBJARNARDÓTTIR O G KRISTÍN LILJA GARÐARSDÓTTIR síðar, við 21 árs aldur, vakti athygli að áhrif viðurkenningar foreldra og andstæðu hennar, sálrænnar stjórnar, á sjálfsálit unga fólksins, voru sterkari en áhrif samheldni fjölskyldunnar. Nánar tiltekið kom í ljós að það unga fólk, sem taldi sig búa við við- urkenningu foreldra sinna við 14 ára aldur, hafði besta sjálfsálitið við 21 árs aldur, hvort sem viðurkenningunni fylgdi mikil eða lítil samheldni. Jafnframt reyndist það unga fólk sem skynjaði sálræna stjórn foreldra við 14 ára aldur hafa lakasta sjálfsálit- ið við 21 árs aldur, hvort sem sálrænu stjórninni fylgdi mikil eða lítil samheldni. Við- urkenning foreldra og andstæða hennar, sálræn stjórn, segir því fyrir um sjálfsálit ungs fólks á 22. aldursári, hvort sem það upplifir mikla eða litla samheldni við 14 ára aldur. Athygli vekur að svipaðar niðurstöður hafa komið fram þegar tengsl uppeldis- hátta foreldra og depurðar ungmenna voru athuguð (Sigrún Aðalbjarnardóttir og Kristín Lilja Garðarsdóttir, 2004). Ofangreindar niðurstöður kalla á vangaveltur. Ein ástæða langvarandi áhrifa sál- rænnar stjórnar á sjálfsálit ungmenna getur verið sú að hún beinist að tilfinningum þeirra. Gert er lítið úr unglingnum sem persónu og skoðunum hans; hann er ekki virtur nægilega fyrir það sem hann stendur fyrir og er jafnvel niðurlægður. Þá er honum ekki veitt það sjálfstæði sem hann þarf til að móta sjálfsmynd sína (Youniss og Smollar, 1985), en sjálfsálit er mikilvægur þáttur sjálfsmyndar hvers og eins (Rosenberg, 1985). Önnur ástæða þess að samheldni fjölskyldu tengist sjálfsáliti sterkar á 15. aldursári en á 22. aldursári getur verið sú að félagsleg tengsl breytast alla jafna á þessu aldurs- bili (Thornton o.fl., 1995). Ýmislegt bendir til þess að maki, vinir eða jafnvel eigin börn hafi meiri áhrif á líf fólks á fyrri hluta fullorðinsára en foreldrar (Dubas og Peter- sen, 1996). Stuðningur vina eða maka hafa því ef til vill meiri áhrif á sjálfsálit einstak- linga eftir að þeir komast á fullorðinsár heldur en stuðningur foreldra við 14 ára aldur. Ungmenni með erfiða lund við 14 ára aldur reyndust hafa lakara sjálfsálit á 22. aldursári en þau sem höfðu betri lund og er sú niðurstaða í samræmi við niðurstöður Klein (1992). Aftur á móti skipti ekki máli um sjálfsálit ungmennanna við 14 ára aldur hvort þau höfðu góða eða erfiða lund. Ekki er hægt að heimfæra þá niðurstöðu á niðurstöður annarra rannsókna, þar sem tengsl lundernis og sjálfsálits fólks á fyrri og miðhluta unglingsára virðast ekki hafa verið athuguð til þessa. Stúlkur á 15. aldursári reyndust hafa lakara sjálfsálit en piltar á sama aldri (sjá t.d. Baldwin og Hoffmann, 2002; Kling o.fl., 1999). Á hinn bóginn kom ekki fram munur á sjálfsáliti stúlkna og pilta við 21 árs aldur og virðist sú niðurstaða ekki koma heim og saman við niðurstöður annarra langtímarannsókna (t.d. Baldwin og Hoffmann, 2002; Kling o.fl, 1999). Kling og samstarfsfólk hennar (1999) benda á að þótt mælst hafi munur á sjálfsáliti stúlkna og pilta á fyrri hluta fullorðinsára beri að hafa í huga að sá munur er alla jafna lítill og oft á mörkum þess að vera marktækur. Sá möguleiki er því fyrir hendi að fjöldi þátttakenda í rannsókninni sé ekki nægilegur til að greina þann mun á sjálfsáliti karla og kvenna á þrítugsaldri sem mælst hefur í erlendum rannsóknum. Sjálfsálit stúlkna hafði eflst við 21 árs aldur frá því að þær voru 14 ára og er sú þi'óun í samræmi við niðurstöður annarra rannsókna (t.d. Baldwin og Hoffmann, 19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.