Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Síða 29

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Síða 29
RAGNHILDUR BJARNADÓTTIR valdi sínu. Þegar kennaranemar meta eigin hæfni eða vanhæfni til að takast á við við- fangsefni kennara gefa þeir þess vegna ekki einungis upplýsingar um sjálfa sig, heldur einnig um hvernig þeir skynja þær kröfur sem gerðar eru til verðandi kennara í nútímasamfélagi. Vonast er til að sú mynd sem hér er dregin upp af starfshæfni kennara geti orðið kveikja að nýjum hugmyndum um hvernig bæta má kennaramenntun og einnig inn- legg í umræðuna um hvað felst í því að vera góður kennari í nútímasamfélagi. FRÆÐILEG UMGJÖRÐ Hugtakið hæfni Hugtakið hæfni (competence) vísar til þess sem einstaklingur er fær um að gera. Stundum er hugtakið notað til að lýsa ytri viðmiðum um hvað einstaklingar eiga að geta gert, t.d. í starfsauglýsingum eða þegar sett eru námsmarkmið. Hugtakið hæfni er einnig notað um innri undirliggjandi getu, sem er afrakstur reynslu og lærdóms og eins konar innra veganesti sem nýtist í nýjum viðfangsefnum (Karpatschof, 1998; Kolligian og Sternberg, 1990; Niss, 1999). Þannig er hugtakið notað hér og beinist at- hyglin að skynjun einstaklinga á eigin hæfni, sem ekki er endilega í samræmi við það hvernig hún birtist öðrum. Hugtakið hæfni hefur á undanförnum árum orðið mjög vinsælt í umfjöllun um menntun og persónulegan þroska. Það bætir nýrri vídd við hugtök eins og kunnátta, leikni og færni, þar sem hæfni felur í sér að einstaklingurinn veit hvernig beita má kunnáttunni eða færninni við ákveðnar aðstæður (Markus, Cross og Wurf, 1990; Schultz jorgensen, 1999). Hæfni einstaklinga er auk þess talin fela í sér mikilvæga áhugahvöt, sem ekki á alltaf við um kunnáttu eða færni. Hæfni vekur áhuga á við- fangsefnum og skortur á hæfni, samkvæmt eigin skilgreiningum, dregur úr áhuga á viðfangsefnum (Deci 1975). Sú ánægja sem felst í að geta er innri umbun sem vekur áhuga á því sem gert er. Einstaklingurinn öðlast trú á eigin getu til að fást við svipuð verkefni (Bandura, 1997; Csikszentmihalyi, 1990). Það að vera fær um að gera eitthvað byggist þess vegna í fyrsta lagi á kunnáttu og færni sem einstaklingur getur notað og í öðru lagi á sjálfstrausti sem tengist fyrri reynslu hans. Við þetta bætist að hæfni fólks tengist alltaf raunverulegum aðstæðum ogfélagslegu samhengi. Umhverfið hefur áhrif á hvað einstaklingar geta gert og auk þess á þau viðmið sem liggja að baki skilgreiningum þeirra á eigin hæfni. Sem dæmi má nefna að í rannsókn sem höfundur þessarar greinar gerði á því hvað unglingar telja sig læra af áhugamálum sínum utan skóla nefndu nokkrir þátttakendur að þeir hefðu lært að hrósa öðrum (Ragnhildur Bjarnadóttir, 2002). Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að þeir gátu hrósað þeim sem voru með þeim í íþróttaliði en voru ekki færir um að beita þessari færni þegar skólafélagar áttu í hlut. Viðamiklar rannsóknir hafa verið gerðar á því hvernig nám tengist menningar- legum og félagslegum aðstæðum (Lave og Wenger, 1991; Rogoff, 1990) og benda þær eindregið til þess að hæfni einstaklinga sé aðstæðubundin. Hæfnihugtakið hefur 27
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.