Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Page 31
RAGNHILDUR BJARNADOTTIR
Enginn vafi er á nauðsyn þess að læra til verka og að kennaranám þarf að tengjast
starfsvettvangi og raunverulegum aðstæðum. Margir fræðimenn hafa fjallað um
mikilvægi þess að kennarar læri á vettvangi og í samskiptum sínum við viðtöku-
kennara (Korthagen og Kessels, 1999; Lauvás og Handal, 2000). Jafnvel hefur því
verið h-aldið fram að vettvangsnám eigi að vera kjarni kennaramenntunar og nemar
nokkurs konar lærlingar í meistaranámi, svipað og tíðkast hefur um iðimema (Lave
og Wenger, 1991; Nielsen og Kvale, 1999). Slík áhersla á vettvanginn hefur líka verið
gagnrýnd, hættan sé sú að nemar taki gagnrýnislaust upp vinnubrögð fyrirmynda og
öðlist ekki nógu sterka faglega undirstöðu fyrir kennarastarfið (Jordell, 2003;
Korthagen, 2004).
Markmið kennaramenntunar er víðast hvar að kennaranemar byggi upp starfs-
hæfni sem felst í fleiru en að kunna til verka. Hugtakalíkanið á mynd 1 verður notað
til að ræða ýmsar hliðar og víddir í þeirri starfshæfni sem vænst er af kennaranem-
um.
Mynd 1
Starfshæfni kennaranema: ýmsar hliðar og víddir
persónuleg
Ytri aðstæður
• Kennaranóm
• Starfsvettvangur
grunnskólakennara
• Islenskt nútímasamfélag
• Fagleg viðmið
I kennaranámi er stefnt að því að kennaranemar öðlist vald á þekkingu. Ætlast er til
að þeir þekki eða viti margt (sjá mynd 1). Ef tekið er mið af Náms- og kennsluskrá Kenn-
amháskóla íslands (2003) þá er átt við þekkingu
• sem tengist þroska barna, uppeldi og skólanum sem stofnun
• í námsgreinum sem kenndar eru í grunnskólum
• á kennsluaðferðum.
Mikilvægt er talið að þekking tengist athöfnum; að það „tvinnist saman fræðilegt
nám og nám á væntanlegum starfsvettvangi" (Náms- og kennslukrá, 2003:10). Gildi
fræðilegs náms hefur gjarnan verið rökstutt með tilvísan í kenningar Vygotskys; þá
29