Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Side 47
JÓHANNA EINARSDÓTTIR OG
SIF EINARSDÓTTIR
„Á ég að vera með þvílíkum
kerlingum í bekk?"
Reynsla eldri og yngri nemenda í leikskólakennaranómi
Meginmarkið pessarar rannsóknar var að kanna reynslu, þarfir og aðstæður eldri og yngri
nemenda í leikskólakennaranámi. Tekin voru hópviðtöl við nemendur, allt konur, sem voru að
Ijúka náminu og var þeim skipt í rýnihópa eftir aldri og undirbúningi fyrir háskólanám.
Flestir yngri nemanna höfðufengið áhuga á að verða leikskólakennarar við störfí leikskólum
og þeir eldri höfðu unnið lengi og ákváðu að setjast á skólabekk til að auka fagmennsku sína
og starfsöryggi. Viðbrögð nánasta umhverfis gagnvart námsvalinu voru frekar blendin og
höfðu margar þeirra fengið nokkuð neikvæð viðbrögð við því að þær ætluðu í leikskólakenn-
aranám. Konurnar voru almennt ánægðar með námið þótt þær teldu að ýmislegt mætti
betur fara. 1 upphafi fannst þeim eldri þær ekki eiga heima í háskólasamfélaginu og yngri
nemunum fannst samsetning nemendahópsins framandi. Misjafnt var eftir hópum hvernig
þátttakendur skynjuðu námið og einnig var greinilegt að yngri og eldri nemar báru sig ólíkt
að við lærdóminn. Eldri konurnar fundufyrir kvíða og óöryggi í upphafi náms en stuðningur
og samvinna við aðra eldri nema skipti meginmáli fyrir gengi þeirra. Mörgum þeirra
reyndist einnig erfitt að slíta sig lausar úr húsmóðurhlutverkinu og samþætta fjölskyldulíf
og háskólanám. Niðurstöður eru ræddar í Ijósi umræðu um mikilvægi margbreytileika í
háskólasamfélaginu, stefnumótun og mótun námsfyrir ólíka nemendahópa.
INNGANGUR
Á síðastliðnum áratugum hafa verulegar breytingar orðið á þeim nemendahópum
sem stunda nám í íslenskum háskólum. Aðsókn kvenna Qón Torfi Jónasson, 1995,
1999) og eldra fólks í háskólanám hefur stóraukist (Hagstofa íslands, 2003). Erlendis
hefur sama þróun átt sér stað (Wisker, 1996) og samhliða hafa rannsóknir á samsetn-
ingu nemendahópa, gengi þeirra og reynslu verið stundaðar, einkum í Bretlandi og
Bandaríkjunum (sjá t.d. Davies, Lubelska og Quinn, 1994; Hurtado, Grey, Gurin og
Gurin, 2003; Renn, Dilley og Prentice, 2003). Þrátt fyrir þessar miklu breytingar á ís-
lensku háskólasamfélagi er fátt vitað um gengi og reynslu ólíkra hópa háskólanema
45