Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Page 58
„A E G A Ð VERA MEÐ ÞV
KUM KERLINGUM i B E K K ? "
gagnvart bóklega náminu og það kom sumum þeirra á óvart hversu ólík hin fræði-
lega nálgun var reynsluþekkingu þeirra þegar kom að námskeiðum sem fjölluðu sér-
staklega um leikskólann og leikskólabarnið. Þær ræddu um hvað þær hefðu verið
öruggar með sig þegar kom að námskeiðum sem snertu leikskólann beint. Þær hefðu
talið sig vita þetta allt saman. Svo hefðu þær fengið skell þegar kom að prófi. Ein
þeirra eldri sagði: „Eg vissi alveg ótrúlega mikið áður en ég kom í þennan skóla. En
svo uppgötvaði ég það að ég vissi ekki nema bara brot af því sem ég hélt að ég vissi."
Þær eldri tóku fegins hendi námskeiðum þar sem lögð var áhersla á að kenna
vinnubrögð í háskólanámi. Yngri nemunum fannst slík námskeið aftur á móti vera
tímaeyðsla þar sem þær höfðu þessa undirstöðu úr framhaldsskóla. Eldri konunum
fannst t.d. íslenskuáfangi þar sem farið var í ritgerðasmíð vera hrein himnasending.
Ein þeirra sagði:
Mér er minnisstætt, þarna á fyrsta ári, kúrs sem öllum hinum stelpunum
fannst alveg hræðilegur ... Við vorum alveg í skýjunum og lærðum svo
mikið þar hvernig átti að gera ritgerð. Maður hefur varla þorað að segja
þetta, af því að þær náttúrulega fóru í gegnum þetta í fjölbraut. En við,
þetta voru bara grundvallaratriði hjá okkur að ná þessu til þess að geta
bara gert ritgerðir.
Eldri og yngri nemarnir höfðu einnig ólíka skoðun á vettvangsnáminu. Yngri
konurnar vildu hafa meiri tíma til að kynnast daglegu starfi á leikskólunum í vett-
vangsnáminu og síður eyða tíma í verkefni þar sem reyndi á beitingu fræðanna í
tengslum við leikskólastarfið. Þær eldri þekktu leikskólann vel og fannst þær ekki
þurfa tíma til kynnast leikskólastarfi í vettvangsnáminu. Þær töluðu um að þeim
fyndist vettvangsnámið of iangt. Þær hefðu unnið lengi í leikskóla og fannst að þær
þyrftu ekki að eyða svona miklum tíma á vettvangi. Hér er dæmi um umræðu í hópi
eldri nema:
A: Mér finnst bara ofboðslega gengið fram hjá reynslunni sem maður
hefur.
B: Algerlega sniðgengið
R: Þið eruð bara settar inn eins og þið séuð að kynnast leikskólastarfinu?
A: Eins og að vera að æfa sig að lesa fyrir fimm börn í hóp þegar maður
hefur oft haft upp í 24 barna hóp, skiljið þið. Eða sjá um einhverja tón-
listarstund sem maður var búinn að sjá um í mörg ár ...
B: Þó að ég sé alltaf að mótmæla þessu verknámi þá ... hefur maður alveg
ofboðslega gott af því að fara út í vettvangsnám, mismunandi leikskóla.
En ekki í þetta langan tíma ... lesa sögu fyrir tíu börn eða eitthvað. Þetta
er algjör tímaeyðsla.
Yngri konunum fannst vettvangsnámið mjög gagnlegt og vildu fá að njóta þess sem
slíks. Þær töluðu um að of mikið væri sett fyrir af verkefnum á vettvangstímabilinu
og að þær vildu frekar fá að vera á staðnum með börnunum og læra á leikskólann.
56