Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Side 61

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Side 61
JÓHANNA EINARSDOTTIR OG SIF EINARSDOTTIR Fjölskylduaðstæður Fjölskylduaðstæður þessara kvenna voru ólíkar og stuðningur þeirra nánustu við þær á meðan á náminu stóð var mjög misjafn. Sumar yngri stúlkurnar bjuggu ennþá í foreldrahúsum en aðrar voru komnar með fjölskyldu. Allar eldri konurnar voru giftar með börn. Þær höfðu flestar stefnt lengi að því að fara í nám en látið heimilið og sérstaklega umönnun barna hafa forgang í lífi sínu. Nær allar konurnar sem töldust til eldri nema í leikskólakennaranámi sögðu að fjölskyldan hefði þrátt fyrir þetta stutt þær til að fara í nám. Samt sem áður kom fram að þær áttu í töluverðum erfiðleikum með að fá fjölskylduna til að taka þátt í heimilishaldi og virða að þær þyrftu að eyða tíma í nám sitt. Flestar eldri kvennanna fundu fyrir tímaleysi og fannst þær hvorki vera að sinna námi né heimili sem skyldi, líkt og fram kemur í rannsókn Edwards (1993). Athyglisvert er að þær virðast hafa verið mjög meðvitaðar um að þær þyrftu að brjóta upp hlutverkaskipan á heimilinu. Margar þeirra fengu hvatn- ingu frá fjölskyldu og eiginmönnum en áberandi var að þær ræddu mun meira um heimilislífið en þær sem yngri voru og erfiðleikana við að sameina nám og fjöl- skyldulíf. Margar þeirra höfðu verið í hlutverki fyrirmyndarhúsmóður í tuttugu ár og urðu því mikil viðbrigði fyrir fjölskylduna þegar þær settust á skólabekk: A: Þetta var bara svo mikið. Eg hafði náttúrulega í fyrsta lagi alltaf unnið bara til tvö. Fer svo í fullt nám. Maður þurfti að breyta alveg helling í rauninni bara í fjölskyldunni. B: Maður [varj búinn að koma upp svona munstri. A: Þetta var orðið allt svo ljúft hjá manni. Þannig að þetta var... mynstur sem rúllaði og gekk og allir voru sáttir við, og mikill gestagangur heima og svona. ... Og passa fyrir vinkonurnar eftir klukkan tvö eða eitthvað. Þannig að þetta var svona mikið sem maður þurfti að breyta. B: Ég var svona fyrirmyndar mamma, alltaf bakað og þú veist. Jólin voru undirbúin alveg frá a til ö og yndislegur tími. Svo bara allt í einu átti ég að vera að lesa allan sólarhringinn, fannst mér. Og ég var kannski ekki að lesa allan þennan sólarhring, heldur var ég að hafa áhyggjur af því að ég þyrfti að vera að lesa allan sólarhringinn. R: Hvernig upplifðir þú þetta með fjölskylduna og að sameina námið og fjölskylduna? Hvernig leið þér? A: Mér gekk það dálítið illa, því að ég hef náttúrulega verið bara „mamman". Þó að ég hafi ekki verið svona þessi myndarlega húsmóð- ir eins og Sigga, bakandi og svona, þá fannst mér ég vera bundin við þvottavélina. Já og gekk svolítið illa að fá fólk til þess aðeins að taka tillit til mín með það ... C: Við vorum náttúrulega alltaf að þjónusta ... Og ef einhver ætlaði að taka það af mér þá varð ég bara sár og reið ... B: I prófunum fyrstu jólin þá fór ég inn og las. Svo fór ég fram og bakaði ... Ég kunni það náttúrulega utan að, þannig að þá var ég að vinna úr því sem ég las ... Ef ég var að vinna eitthvað verkefni eða eitthvað svo- leiðis og ég var eitthvað stopp í því þá fór ég fram og bakaði. 59
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.