Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Page 61
JÓHANNA EINARSDOTTIR OG SIF EINARSDOTTIR
Fjölskylduaðstæður
Fjölskylduaðstæður þessara kvenna voru ólíkar og stuðningur þeirra nánustu við
þær á meðan á náminu stóð var mjög misjafn. Sumar yngri stúlkurnar bjuggu ennþá
í foreldrahúsum en aðrar voru komnar með fjölskyldu. Allar eldri konurnar voru
giftar með börn. Þær höfðu flestar stefnt lengi að því að fara í nám en látið heimilið
og sérstaklega umönnun barna hafa forgang í lífi sínu. Nær allar konurnar sem
töldust til eldri nema í leikskólakennaranámi sögðu að fjölskyldan hefði þrátt fyrir
þetta stutt þær til að fara í nám. Samt sem áður kom fram að þær áttu í töluverðum
erfiðleikum með að fá fjölskylduna til að taka þátt í heimilishaldi og virða að þær
þyrftu að eyða tíma í nám sitt. Flestar eldri kvennanna fundu fyrir tímaleysi og fannst
þær hvorki vera að sinna námi né heimili sem skyldi, líkt og fram kemur í rannsókn
Edwards (1993). Athyglisvert er að þær virðast hafa verið mjög meðvitaðar um að
þær þyrftu að brjóta upp hlutverkaskipan á heimilinu. Margar þeirra fengu hvatn-
ingu frá fjölskyldu og eiginmönnum en áberandi var að þær ræddu mun meira um
heimilislífið en þær sem yngri voru og erfiðleikana við að sameina nám og fjöl-
skyldulíf. Margar þeirra höfðu verið í hlutverki fyrirmyndarhúsmóður í tuttugu ár
og urðu því mikil viðbrigði fyrir fjölskylduna þegar þær settust á skólabekk:
A: Þetta var bara svo mikið. Eg hafði náttúrulega í fyrsta lagi alltaf unnið
bara til tvö. Fer svo í fullt nám. Maður þurfti að breyta alveg helling í
rauninni bara í fjölskyldunni.
B: Maður [varj búinn að koma upp svona munstri.
A: Þetta var orðið allt svo ljúft hjá manni. Þannig að þetta var... mynstur
sem rúllaði og gekk og allir voru sáttir við, og mikill gestagangur heima
og svona. ... Og passa fyrir vinkonurnar eftir klukkan tvö eða eitthvað.
Þannig að þetta var svona mikið sem maður þurfti að breyta.
B: Ég var svona fyrirmyndar mamma, alltaf bakað og þú veist. Jólin voru
undirbúin alveg frá a til ö og yndislegur tími. Svo bara allt í einu átti ég
að vera að lesa allan sólarhringinn, fannst mér. Og ég var kannski ekki
að lesa allan þennan sólarhring, heldur var ég að hafa áhyggjur af því
að ég þyrfti að vera að lesa allan sólarhringinn.
R: Hvernig upplifðir þú þetta með fjölskylduna og að sameina námið og
fjölskylduna? Hvernig leið þér?
A: Mér gekk það dálítið illa, því að ég hef náttúrulega verið bara
„mamman". Þó að ég hafi ekki verið svona þessi myndarlega húsmóð-
ir eins og Sigga, bakandi og svona, þá fannst mér ég vera bundin við
þvottavélina. Já og gekk svolítið illa að fá fólk til þess aðeins að taka
tillit til mín með það ...
C: Við vorum náttúrulega alltaf að þjónusta ... Og ef einhver ætlaði að taka
það af mér þá varð ég bara sár og reið ...
B: I prófunum fyrstu jólin þá fór ég inn og las. Svo fór ég fram og bakaði
... Ég kunni það náttúrulega utan að, þannig að þá var ég að vinna úr
því sem ég las ... Ef ég var að vinna eitthvað verkefni eða eitthvað svo-
leiðis og ég var eitthvað stopp í því þá fór ég fram og bakaði.
59