Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Síða 81

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Síða 81
JÓHANNA EINARSDÓTTIR, AMALÍA BJÖRNSDÓTTIR OG INGIBJÖRG SÍMONARDÓTTIR Breytingar hjá börnum með slakan málþroska Athugað var hvernig árangur barna sem voru með slaka færni við fimm ára aldur dreifðist við sjö ára aldur. Mikill meirihluti barnanna náði betri málþroska. Að með- altali hækkar málþroskatala þeirra um 16 stig eða sem samsvarar rúmlega einu staðalfráviki. Þessi hækkun er mæld í mælistigum þannig að um raunverulega hækkun er að ræða umfram það sem aldursbreytingin segir til um. Það kom í ljós að framfarirnar voru ekki bundnar við börn sem voru á mörkunum með að flokkast með meðalfærni í málþroska. Börn með mælitölur á milli 70 og 80 (1,34 til 2 staðalfrávik- um fyrir neðan meðaltal) á styttri útgáfu á TOLD-2P voru 36 og þau hækkuðu sig að meðaltali um 16,3 stig sem er rúmlega eitt staðalfrávik. Við prófun við fimm ára aldur voru sex börn með mælitölur á milli 60 og 70 á styttri útgáfu TOLD-2P sem er mjög slök færni. Þar sem þau voru ekki með greind þroskafrávik var ákveðið að halda þeim inni í hópnum og skoða mál þeirra sérstak- lega. Allt bendir til að börnin hafi í raun verið með mjög slakan málþroska. Þessi börn, að einu undanskildu, fengu slaka niðurstöðu á HLJÓM-2 en meðalstigafjöldi þeirra var 23 stig. Barnið sem fékk betri niðurstöðu var með viðvarandi frávik í fram- burði sem kom einnig fram við prófun við sjö ára aldur. Ekki var hægt að ná í eitt barnið við sjö ára aldur en hin fimm voru öll prófuð með TOLD-2P. Fjögur náðu meðalgóðum málþroska og voru með mælitölur frá 86 til 100. Mælitölur á öllum undirprófum höfðu hækkað til muna. Einungis eitt þessara barna var með lága mælitölu á einu undirprófi við sjö ára aldur og var það barnið sem var með slakan framburð. Aðeins eitt þessara fimm barna sýndi áfram slaka færni á TOLD-2P við sjö ára aldur. Það barn var með mælitölu málþroska 63 við fimm ára aldur en málþroskatöluna 73 við sjö ára aldur. Þetta sýnir að börn sem mælast með mjög slakan málþroska við fimm ára aldur geta verið búin að ná meðalfærni við sjö ára aldur. Samband málþroskamælinga við samræmd próf Úrtakshópnum var skipt í þrjá getuhópa eftir einkunnum eins og áður. Með slaka færni voru 45 börn (18,6%), með meðalfærni voru 146 börn (60%) og með góða færni voru 52 börn (21,4%). Dreifing einkunna hjá börnunum í úrtakinu á samræmdum prófum í 4. bekk nálgast því normaldreifingu. Þess ber að geta að 243 börn þreyttu samræmd próf í íslensku af 267 börnum sem voru í úrtakinu.7 7 Ýmsar ástæður eru hugsanlega fyrir því að börnin þreyttu ekki samræmd próf en líklega er stærsti hópurinn búsettur erlendis. 79
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.