Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Side 94

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Side 94
VILJI O G VÆNTINGAR INNGANGUR I þessari grein er fjallað um niðurstöður fyrri hluta rannsóknar sem staðið hefur yfir frá ágúst 2002 og mun ljúka í maí 2005. Markmið rannsóknarinnar er kanna hvaða þættir í skólastarfi og á heimilum hafa áhrif á námsferli og skólagöngu erlendra barna á Islandi og hvernig samspil heimila og skóla mótar stöðu þessara barna. A grundvelli niðurstaðna rannsóknarinnar má síðan móta markvissara skólastarf þar sem aukið tillit yrði tekið til sjónarhorns foreldra og samtal heimila og skóla vægi þyngra en tíðkast hefur. I greininni er vísað í erlendar rannsóknir og þróunarstarf í fjölmenningarlegu samfélagi á Islandi. Titill greinarinnar vísar til þeirra aðila sem rannsóknin snýst um, annars vegar til vilja kennara til að koma til móts við erlendu börnin og styrkja þau í námi, hins vegar til væntinga sem foreldrar hafa fyrir börn sín í íslensku skólakerfi. Hér á eftir verður fyrst og fremst fjallað um viðhorf foreldra og væntingar til náms og skólastarfs á Islandi og hvernig foreldrar erlendu barnanna og kennarar þeirra meta stöðu þeirra að loknum fyrstu árunum. Nefnd verða dæmi úr rannsókninni er snerta tvö grunnskólabörn og tvö leikskólabörn. Einnig verður fjallað um nokkra grundvallarþætti í nútíma skólakerfi á Islandi er fram koma í lögum og aðal- námskrám grunnskóla og leikskóla. Loks verður komið inn á hugmyndafræði, stefnu og ríkjandi viðhorf í þeim skólum sem rannsóknin nær til. Fjallað verður um samspil skóla og heimila er birtist í erlendum rannsóknum og leitað svara við þeirri spurn- ingu hvernig þær áherslur er birtast í ofangreindum skólum henta í skólastarfi menn- ingarlegs fjölbreytileika. Samspil heimamenningar og skólamenningar - Fræðilegt samhengi Nýlegar rannsóknir í Bretlandi varpa nýju ljósi á samspil heimamenningar erlendra barna og skólamenningar (Wrigley, 2000; Brooker, 2002). Þar kemur m.a. fram mikil- vægi þess að huga að menningarbundnum og einstaklingsbundnum viðhorfum for- eldra til uppeldis og skólastarfs (Brooker, 2002). Einnig er lögð áhersla á að hæfni barna til að vera virkir þátttakendur í ólíkum menningarheimum í daglegu lífi sé metin og skólaþróun eða umbætur í skólum þurfi að snúast um eflingu frekar en stjórn og yfirráð (Wrigley, 2000). Á Norðurlöndum hefur einnig verið skrifað töluvert um nýstárlegar tilraunir til samstarfs erlendra foreldra og skóla sem borið hafa ár- angur og skólaþróun sem foreldrar taka virkan þátt í (Falk, Glerup, Inceer og Jensen, 2003; Kibsgaard og Husby, 2002; Germundsson, 2000; Helgesen, 2002). Enn fremur hefur verið fjallað um sjálfsmynd erlendra barna og mikilvægi þess að kennarar leiti jafnvægis milli heimamenningar barnanna og meirihlutamenningar samfélagsins (Sand, 1997). í þessari grein eru m.a. lögð til grundvallar ofangreind rit, en rannsóknin sem greinin byggir á er mjög í anda rannsóknar Brooker (2002), þar sem hún skoðar stöðu barna frá Bangladesh annars vegar og enskra barna í lágstétt hins vegar í upphafi skólagöngu (undirbúningsbekk) í enskum grunnskóla. Brooker kannar m.a. viðhorf foreldra til uppeldis og skólagöngu og hugmyndir um gildi sjálfstæðis og sjálfsstjórn- 92
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.