Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Page 94
VILJI O G VÆNTINGAR
INNGANGUR
I þessari grein er fjallað um niðurstöður fyrri hluta rannsóknar sem staðið hefur yfir
frá ágúst 2002 og mun ljúka í maí 2005. Markmið rannsóknarinnar er kanna hvaða
þættir í skólastarfi og á heimilum hafa áhrif á námsferli og skólagöngu erlendra
barna á Islandi og hvernig samspil heimila og skóla mótar stöðu þessara barna. A
grundvelli niðurstaðna rannsóknarinnar má síðan móta markvissara skólastarf þar
sem aukið tillit yrði tekið til sjónarhorns foreldra og samtal heimila og skóla vægi
þyngra en tíðkast hefur. I greininni er vísað í erlendar rannsóknir og þróunarstarf í
fjölmenningarlegu samfélagi á Islandi. Titill greinarinnar vísar til þeirra aðila sem
rannsóknin snýst um, annars vegar til vilja kennara til að koma til móts við erlendu
börnin og styrkja þau í námi, hins vegar til væntinga sem foreldrar hafa fyrir börn sín
í íslensku skólakerfi.
Hér á eftir verður fyrst og fremst fjallað um viðhorf foreldra og væntingar til náms
og skólastarfs á Islandi og hvernig foreldrar erlendu barnanna og kennarar þeirra
meta stöðu þeirra að loknum fyrstu árunum. Nefnd verða dæmi úr rannsókninni er
snerta tvö grunnskólabörn og tvö leikskólabörn. Einnig verður fjallað um nokkra
grundvallarþætti í nútíma skólakerfi á Islandi er fram koma í lögum og aðal-
námskrám grunnskóla og leikskóla. Loks verður komið inn á hugmyndafræði, stefnu
og ríkjandi viðhorf í þeim skólum sem rannsóknin nær til. Fjallað verður um samspil
skóla og heimila er birtist í erlendum rannsóknum og leitað svara við þeirri spurn-
ingu hvernig þær áherslur er birtast í ofangreindum skólum henta í skólastarfi menn-
ingarlegs fjölbreytileika.
Samspil heimamenningar og skólamenningar - Fræðilegt samhengi
Nýlegar rannsóknir í Bretlandi varpa nýju ljósi á samspil heimamenningar erlendra
barna og skólamenningar (Wrigley, 2000; Brooker, 2002). Þar kemur m.a. fram mikil-
vægi þess að huga að menningarbundnum og einstaklingsbundnum viðhorfum for-
eldra til uppeldis og skólastarfs (Brooker, 2002). Einnig er lögð áhersla á að hæfni
barna til að vera virkir þátttakendur í ólíkum menningarheimum í daglegu lífi sé
metin og skólaþróun eða umbætur í skólum þurfi að snúast um eflingu frekar en
stjórn og yfirráð (Wrigley, 2000). Á Norðurlöndum hefur einnig verið skrifað töluvert
um nýstárlegar tilraunir til samstarfs erlendra foreldra og skóla sem borið hafa ár-
angur og skólaþróun sem foreldrar taka virkan þátt í (Falk, Glerup, Inceer og Jensen,
2003; Kibsgaard og Husby, 2002; Germundsson, 2000; Helgesen, 2002). Enn fremur
hefur verið fjallað um sjálfsmynd erlendra barna og mikilvægi þess að kennarar leiti
jafnvægis milli heimamenningar barnanna og meirihlutamenningar samfélagsins
(Sand, 1997).
í þessari grein eru m.a. lögð til grundvallar ofangreind rit, en rannsóknin sem
greinin byggir á er mjög í anda rannsóknar Brooker (2002), þar sem hún skoðar stöðu
barna frá Bangladesh annars vegar og enskra barna í lágstétt hins vegar í upphafi
skólagöngu (undirbúningsbekk) í enskum grunnskóla. Brooker kannar m.a. viðhorf
foreldra til uppeldis og skólagöngu og hugmyndir um gildi sjálfstæðis og sjálfsstjórn-
92