Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Síða 105
HANNA RAGNARSDOTTIR
erlendu barnanna ágætlega að áherslum skólans á einstaklingsmiðað nám og sér-
sniðnar námskrár. Wen wen hefur þó verið það stutt í þeim skóla þegar þetta er skrif-
að, að ekki er ljóst hvernig henni muni vegna. Hins vegar hafa framfarir hennar ver-
ið góðar fyrsta hálfa árið og líðan hennar virðist góð.
UMRÆÐA OG ÁLYKTANIR
Hér hefur verið fjallað í stuttu máli um viðhorf foreldra fjögurra barna til skólakerf-
isins eins og þau birtast í viðtölum, skólastarf og viðhorf kennara sem áhrif geta haft
á skólagöngu og námsferli erlendra barna, svo og hugmyndafræði og stefnu ein-
stakra skóla og þann grunn sem kemur fram í aðalnámskrám. Hér að neðan verður
fjallað um samspil skólamenningar og heimamenningar m.a. með hliðsjón af erlend-
um rannsóknum.
í niðurstöðum fyrrgreindrar rannsóknar Brooker (2002) nefnir hún m.a. að afstaða
barna til náms litist af reynslu og væntingum foreldra og börnin frá Bangladesh geti
notið góðs af mikilli áherslu fjölskyldnanna á nám. Á móti komi hins vegar þættir í
undirbúningi barnanna fyrir skólagöngu sem fari ekki vel saman við uppeldisfræði-
lega orðræðu skólans. Þar komi t.d. til ólíkar hugmyndir foreldra um leik. Brooker
nefnir að flestar enskar fjölskyldur viðurkenni leikinn sem námsleið, en fjölskyldur
frá Bangladesh líti hins vegar á leikinn sem fyrirbæri sem er ekki varanlegt og á ekki
að hvetja til. Heima eyði börnin tíma í að fylgjast með og læra af foreldrum sínum.
Þegar foreldrar frá Bangladesh undirbúi börn sín á meðvitaðan hátt fyrir skólann
vænti þeir þess að hreyfiaflið sé ekki skemmtun og ánægja, heldur vitund um þá
skyldu sína að leggja hart að sér og læra. Enskir foreldrar viðurkenni aftur á móti yf-
irleitt uppeldisgildi leiksins og veiti börnunum m.a. aðgang að leikjum, snældum og
leikföngum líkum þeim sem skólinn notar.
Hvað má lesa út úr ofangreindum viðtölum við foreldra um þá þætti sem hér hafa
verið ræddir? Fyrst ber að geta þess að skólakerfi á íslandi er ólíkt skólakerfi í
Englandi, þar sem börn byrja þar fyrr í grunnskóla. Hins vegar líkist starf í undirbún-
ingsbekk sem getið er í rannsókn Brooker mjög almennu leikskólastarfi á íslandi,
með svipaðar áherslur á leik barna. Foreldrar Yusufs og Leru hafa nokkuð ólíka af-
stöðu til leikskólans; byggist hún, að því er virðist, að nokkru leyti á ólíkri reynslu
þeirra, menntun, menningu og trúarbrögðum. Afstaða foreldra Yusufs til leikskólans
virðist byggjast á skilningi þeirra á tilgangi leikskólastarfs annars vegar og á trúar-
legri afstöðu þeirra hins vegar. Móðir Yusufs leggur áherslu á félagsskap og sam-
skipti við börn. Hún lítur á leikskólastarf sem undirbúning fyrir líf í samfélagi
almennt fremur en markvisst skólastarf, nám eða undirbúning fyrir grunnskóla.
Henni finnst í lagi að hafa barnið heima ef leikskólastarfið einhverja daga tekur ekki
tillit til trúarbragða fjölskyldunnar eða efasemdir um það vakna. Hún leggur mikla
áherslu á að Yusuf sé ungur, hann sé nú áhorfandi og síðar muni hann læra gildi trú-
ariðkunar. Þetta viðhorf samsvarar viðhorfi fjölskyldnanna frá Bangladesh um að
heima fylgist börnin með og læri af foreldrum sínum. Móðir Yusufs virðist ekki leggja
mikið upp úr leik sem námsleið og hann ber lítið á góma í viðtalinu.
103