Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Side 114

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Side 114
NÁMSSTÍLl NOKKURRA FJARNEMENDA skipti nemenda og kennara i nútímafjarnámi fara fram með hjálp netsins og ýmiss konar fjarskiptabúnaðar (Nummi, Rönka og Sariola, 1998:8-9). Fjarnámið við KHÍ fellur undir hina almennu skilgreiningu á fjarnámi þ.e. nem- endur og kennarar eru aðskildir að hluta eða öllu leyti meðan námið fer fram. Fjar- námi við KHÍ er skipt í staðbundnar lotur og fjarnámslotur. Staðbundnu loturnar eru mislangar eftir deildum, frá tveimur dögum upp í tvær vikur. Skólinn býður upp á fjarnám í öllum grunndeildum og framhaldsnámið við skólann fer fram með fjar- námi. í fjarnáminu hefur áhersla verið lögð á mismunandi kennsluaðferðir og að nemendur geti lært hvar sem er og hvenær sem er innan þess tímaramma sem skól- inn og kennarar setja. Ég er ein af þeim sem hóf fjarnám við KHÍ um síðustu aldamót og varð reynsla mín af fjarnáminu við skólann kveikjan að þeirri rannsókn sem grein þessi er byggð á. Rannsóknin var meistaraprófsverkefni mitt við KHI og voru leiðbeinendur mínir dr. M. Allyson Macdonald, forstöðumaður Rannsóknarstofnunar KHI og dr. Sólveig Jakobsdóttir dósent við KHI. Reynsla mín af fjarnáminu varð til þess að opna augu mín fyrir nýjum kennslu- háttum og nýjum leiðum til að greiða fyrir aðgengi fólks að menntun. Margir þeirra sem hófu fjarnám um leið og ég höfðu litla tölvukunnáttu en flestir voru fljótir að læra á tæknina. Af nauðsyn urðu fjarnemendur að læra að nota tölvu við nám sitt, m.a. ritvinnslu, á samskiptaforrit og við leit upplýsinga á netinu. Ég stóð einnig frammi fyrir því að ég yrði að breyta námsstíl eða námsaðferðum mínum í samræmi við það námsform sem ég kynntist í fjarnáminu. Ég sá að samnem- endur mínir urðu að gera hið sama og reyndist sumum það erfiðara en öðrum. Námsstíllinn hjá mér breyttist frá því að ég stundaði hefðbundið nám fyrir mörgum árum. Ástæður fyrir breyttum námsstíl geta verið margar, en vegna breyt- ingarinnar langaði mig til að skoða námsstíl hjá öðrum fjarnemendum á háskólastigi og athuga hvort tengsl væru milli fjarnáms sem námsforms og námsstíls þeirra og kanna jafnframt það námsumhverfi sem KHÍ býr fjarnemendum og notkun upplýs- inga- og samskiptatækni í námi og kennslu við skólann. FRÆÐILEGUR BAKGRUNNUR Námsstíll Margir fræðimenn hafa skilgreint hugtakið námsstíll og er einn þeirra Guðmundur B. Arnkelsson sálfræðingur. Hann skilgreinir námsstíl sem „aðferðir og aðstæður sem einstaklingur kýs að hafa við nám sitt" (2000:54). Ég mun styðjast við skilgreiningu Guðmundar í þessari grein. Bandarísku fræðimennirnir Rita og Ken Dunn hafa birt námslíkan sem byggist á niðurstöðum rannsókna sem hafa verið gerðar á 30 ára tímabili (Dunn, 1999; Dunn og Dunn, 2003; Wynen, 2001). Námslíkanið samanstendur af áreiti og þáttum. Áreit- in eru umhverfisleg, tilfinningaleg, félagsleg, lífeðlisfræðileg og sálfræðileg. Áreitun- um er skipt niður í misjafnlega marga þætti eins og sést á töflu 1. Námslíkanið hefur töluvert verið notað til viðmiðunar í rannsóknum á námsstíl fólks. Kjarninn í heim- 112
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.