Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Síða 125
KRISTÍN HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR
Hugsunin á bak við slíkt vinnulag er að nám sé félagslegt ferli sem eigi sér stað m.a.
í mannlegum samskiptum og samvinnu. Vísað er til félagslegrar hugsmíðahyggju,
sem grundvallast á því að nám eigi sér stað í félagslegu samhengi.
Hópvinna eða samvinna, eins og hún er skipulögð í staðnámi við KHÍ, á ekki við
í fjarnámi að mati fjarnemenda. Nemendur í fjarnámi eiga erfitt með að hittast til að
vinna saman í hópi vegna búsetu sinnar. Eins og fram hefur komið hafa nemendur
skipulagt námshópa í heimabyggð til þess að draga úr einangrun, vinna saman verk-
efni og til að ræða um námsefnið. Með því að nota fjarkennsluumhverfi á netinu er
hægt að koma til móts við þessa þörf nemenda.
Tölvustudd samvinna er aðferð sem nemendur nefndu í þessu sambandi. Slík
samvinna felur í sér að nemendur vinna að sameiginlegu markmiði og að hver ein-
staklingur getur unnið sinn þátt heima hjá sér og miðlað og sameinað upplýsingar
með hjálp tölvu og netsins. Nemandi í framhaldsnámi sagði frá því hvernig honum
var skipað í hóp með fólki sem bjó víða um land og var falið að vinna sameiginlegt
verkefni. Nemandinn lýsti því hvernig samskiptin fóru fram og hvernig upplýsing-
um var miðlað milli einstaklinga innan hópsins á vefráðstefnum. Nemendur, sem
tekið höfðu þátt í tölvustuddri samvinnu, töldu hana draga úr einangrun og veita
aukinn skilning á námsefninu.
Námsmat við KHÍ er hefðbundið og er fólgið í prófum og mati á verkefnavinnu og
ritgerðum. Nemendur tóku próf í skólanum eða í heimabyggð sinni. Þeir tóku einnig
svonefnd heimapróf og fengu til þess ákveðinn tíma, og sendu síðan úrlausnirnar í
tölvupósti til kennara. Nemendur höfðu orð á því að þeir vildu að verkefnavinna, rit-
gerðir og umræður hefðu meira vægi í námsmatinu.
Endurgjöf er mikilvæg í námi. Nemendur leggja oft á sig mikla vinnu við gerð
verkefna og ritgerða sem þeir skila til kennara á ákveðnum tíma. Endurgjöf fyrir
vinnuframlag, svo sem verkefnavinnu og ritgerðir frá kennurum, er mikilsverð fyrir
nemendur því endurgjöf frá fagmanni er hluti af námsferlinu og nemendur fá upp-
lýsingar um það sem þeim hefur tekist vel upp með og það sem má gera betur. Þegar
fjallað er um námsumhverfi í anda hugsmíðahyggjunnar kemur fram mikilvægi þess
að kennariim sé fagleg fyrirmynd og hvetji til samvinnu og samræðna í námsum-
hverfinu (Jonassen, 1997; Jonassen og Rohrer-Murphy, 1999).
Hluti námsárangurs verður ekki metinn til einkunna. í kennslulíkani M. Allyson
Macdonald (2001) kemur fram að „nám-sem-árangur" felur í sér skilning, áhuga,
leikni og getu. Eins og fram hefur komið nýta nemendur þekkingu sína jafnóðum í
starfi og við uppeldi barna sinna. Margir hafa áhuga og þor til að fara í framhalds-
nám að loknu grunnnáminu.
Sfuðningur og samskipti í fjarnámi
Fjarnemendur vilja aukinn stuðning frá kennurum í námi. Nám á háskólastigi getur
reynst nemendum erfitt ef þeir þurfa að stunda það hjálparlaust og flestar námsbæk-
ur eru á erlendum tungumálum. Þess vegna er nauðsynlegt að kennarar veiti nem-
endum stuðning í formi leiðbeininga, fyrirlestra eða með öðrum hætti meðan þeir eru
að tileinka sér nýja þekkingu. Þegar nemendur eru komnir áleiðis í námsferlinu er
123