Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Side 134
UM BÆKUR
þátttakenda við afar rækilegum spurningalista (hann fylgir í viðauka ritsins) um
reynslu þeirra af framhaldsskólanum, viðhorf til náms og skýringar á námsferli. Og
af sama úrtaki gáfu um 560 svör í pósti við tveimur stöðluðum matskvörðum, um
sjálfsálit og áhugasvið.
Meginhluti ritsins birtir svo niðurstöður úr rannsókninni, en í örstuttu máli og
óhjákvæmilega aðeins grófasta yfirlit og stranglega valin sýnishorn af nánari reikn-
ingum. Þannig er niðurstöðum námsferilskönnunarinnar lýst á bls. 12-40, síma-
könnunarinnar á bls. 41-67, en póstkönnunarinnar aðeins á bls. 68-72. Töflur og
myndrit fylla öllu meira af þessum síðum en meginmálið, en bæði tölur og texti er
skýrt og tiltölulega einfalt. Höfundar hafa staðist aðdáanlega vel þá freistingu að
koma meira efni á framfæri með margslungnari talnasyrpum. Aðalatriði eru skýrt
dregin fram í texta, auk þess sem þau eru rakin í samantektarkafla og drepið á þau
helstu í inngangi. Smærri atriði og nánari skýringar verða að koma fram á öðrum
vettvangi, eins og þegar hefur að nokkru leyti gerst og er þó mikið óunnið til að rann-
sóknin megi heita fullbirt. Auk þess má búast við að margir rannsakendur eigi eftir
að biðja um keyrslur úr þessu auðuga gagnasafni eftir því sem stutt getur athugunar-
efni hvers og eins.
Skýr framsetning með áherslu á valin meginatriði er helsti kostur ritsins Ungtfólk
og framhaldsskólinn og gerir það einkar hentugt fyrir þá sem vilja ræða skólamál á
upplýstum grundvelli án þess að sökkva sér niður í fræðileg smáatriði. Það er ekki
höfundanna sök ef upplýsingar misfarast í slíkri umræðu, eins og sjá má dæmi um í
fyrrnefndri grein Össurar Skarphéðinssonar. Hann rifjar upp að „einungis 56%
Islendinga á aldrinum 25 til 65 ára hafa lokið framhaldsskólaprófi" og heldur áfram
fáum línum síðar: „Þessu til viðbótar blasir svo við, að rannsóknir Jóns Torfa Jónas-
sonar og Kristjönu Stellu Blöndal sýna, að á ísiandi ljúka aðeins 40% af hverjum ár-
gangi framhaldsskólaprófi." Eftir þessum tölum virðist unga fólkið miklu síður ljúka
framhaldsskóla en kynslóðin á undan, og væri það makalaus öfugþróun í skólamál-
um. En ég fæ ekki séð að þessi 40% verði með neinu móti lesin eða mislesin úr bók-
inni, hvar sem þar er borið niður. Fyrsta frásögn Morgunblaðsins af ritinu byrjar hins
vegar á uppsláttarklausu: „RÚM 40% árgangsins sem er fæddur árið 1975 hafa ekki
lokið framhaldsskólaprófi ... ". Það er væntanlega þessi uppsláttur sem einhvern
veginn hefur ratað inn í grein Össurar, og á leiðinni víxlast hvort 40 prósentin höfðu
lokið prófi eða ekki lokið. Þessi örlög einfaldra upplýsinga í opinberri umræðu eru
þörf áminning, a.m.k. fyrir mig, sem les hvern kaflann af öðrum í Ungt fólk ogfram-
haldsskólinn og get ekki að mér gert að óska sífellt nánari upplýsinga, dýpri umræðu,
flóknari fyrirvara og samanburðar við upplýsingar úr öðrum áttum. En því lengra
sem höfundar koma til móts við slíkar óskir, því færri lesa skýringar þeirra í botn;
aðrir treysta á einfaldanir milliliða, og hættan eykst á brenglun og misskilningi.
Svo er hin hliðin. Þegar höfundar velja úr rannsókninni fróðlegar niðurstöður sem
rúmast hæfilega í lítilli bók, þá vantar kannski akkúrat þær upplýsingarnar sem þörf
væri á fyrir einhverja sérstaka umræðu. Sú varð reynsla Guðrúnar Hrefnu Guð-
mundsdóttur þegar hún ritaði fyrrnefnda Morgunbiaðsgrein til að benda á að meiri
og betri stærðfræðikennsla á unglingastigi geti verið virkasta leiðin til að greiða
132