Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Page 135
HELGI SKULI KJARTANSSON
nemendum leið gegnum framhaldsskóla og draga úr brottfalli. Fyrir því hefur hún
ýmis rök, en hér eru þau ein til umræðu sem sótt eru í rannsókn þeirra Jóns Torfa. Þar
vill svo illa til að þau kusu, til einföldunar, að byggja næstum allar sínar tengingar
við samræmdu prófin á einkunnum í íslensku (bls. 21-26, 29-31, 37-38,43, 48, 51, 55,
57, 63-65, 67-68). Stærðfræðieinkunnirnar koma aðeins lítillega við sögu (bls. 18-20).
Fjórar staðhæfingar Guðrúnar Hrefnu um tengsl einkunna „í íslensku og/eða stærð-
fræði" við námsferil í framhaldsskóla, samkvæmt rannsókn þeirra Jóns Torfa og
Kristjönu, hljóta að vera lesnar út úr grófum myndrituin (bls. 20), reyndar af fullri
varúð þannig að þar er greinilega ekkert ofsagt, en fyrir hennar tilgang hefði verið
ólíkt betra að hafa sams konar reikninga út frá stærðfræðieinkunnunum eins og svo
víða má finna um íslenskuna.
Varúðin er minni þegar Guðrún Hrefna túlkar „tengsl milli einkunnar í íslensku
og/eða stærðfræði á samræmdu grunnskólaprófi og árangurs í framhaldsskóla"
þannig að „lítil stærðfræðikunnátta sé veruleg ástæða brottfalls í framhaldsskólum"
og þess vegna hægt að draga úr brottfallinu „með því að styrkja stærðfræðikunnáttu"
á grunnskólastigi. Örugglega er þetta að einhverju leyti rétt; það liggur nánast í eðli
málsins. En tölulega samhengið stafar bæði af þessu og ýmsu öðru, ekki eingöngu af því
að betri eða verri undirbúningur í einstökum námsgreinum ráði gengi nemenda í
framhaldsskóla. Höfundar ritsins, sem svo víða reikna út alls konar tengsl við
einkunnirnar í íslensku, fara afskaplega lítið út í orsakaskýringar á þessu samhengi,
nema hvað það er „veikara en við hefði mátt búast" (bls. 37) þegar íslenskueinkunn-
in er tengd við fall í framhaldsskólaáföngum. Að öðru leyti ræða þau ekki þá hlið
málsins að grunnskólaeinkunnir séu mælikvarði á undirbúning fyrir frekara nám í
sömu greinum, heldur nota þau íslenskueinkunn á samræmdu prófi sem staðgengil
fyrir almennt námsgengi á unglingastiginu. En það tengist námsgengi í framhalds-
skóla ekki aðeins sem beinn undirbúningur, heldur t.d. gegnum sjálfstraust (bls. 68),
ánægju með skólagönguna (bls. 63), námið (bls. 64) og sérstaklega bóklegt nám (bls.
65), og hvatningu foreldra (bls. 51 og 67). Þetta eru allt atriði sem bryddir á í rann-
sókninni, auk þess sem liggur í augum uppi að vinnustíll nemenda, sjálfsagi og aðrir
hæfileikar geta haft sjálfstæð áhrif, annars vegar á einkunnir á unglingastigi, hins
vegar á námsgengi í framhaldsskóla. Ef undirbúningurinn einn skipti máli, þá ætti
samhengið líka að vera hið sama fyrir bæði kynin, sem það reynist alls ekki vera (bls.
20-25), og berast þá böndin að félaglegum áhrifaþáttum af einhverju tagi.
Því rek ég þetta hér að það er óhjákvæmilegur fylgikvilli hinnar stuttu, skýru og
hlutlægu framsetningar í Ungt fólk og framhaldsskólinn að lítið svigrúm verður til að
ræða hugsanleg orsakatengsl. En mér virðist reynslan sýna að félagsvísindafólk megi
helst hvergi benda á töluleg tengsl eða fylgni (hvað þá marktæka fylgni) án þess að
brýna fyrir lesendum sínum jafnharðan að leggja fylgnina ekki að jöfnu við einhliða
orsakatengsl.
Þótt það séu nú tæp 60% af árganginum 1975, en ekki 40%, sem luku framhalds-
skólaprófi samkvæmt rannsókninni, þá er það vissulega lág tala miðað við 56% fyrir
fullorðið fólk allt að 65 ára aldri, og bendir út af fyrir sig til þess að menntunarstigið
geri ekki betur en standa í stað. Hér vantar víst fyrirvara, og frekar tvo en einn.
133