Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Page 136
U M BÆKUR
Annars vegar munu lokapróf gamla gagnfræðastigsins meðtalin í tölunni 56%, en
þau eru fremur sambærileg við grunnskólapróf samtímans en námsbrautir fram-
haldsskólans. Hins vegar taka þau Jón Torfi skýrt fram að saga '75-árgangsins sé ekki
öll sögð með því að fylgja honum til 24 ára aldurs. Þau áætla t.d. (bls. 32) að um þrí-
tugt verði helmingur árgangsins kominn með stúdentspróf, og vantar þó miklu
meira á að kurl verknámsins séu öll komin til grafar. 1 stuttu yfirliti um stóra rann-
sókn verður að sjálfsögðu að leggja megináherslu á upplýsingar sem sóttar verða í
rannsóknina sjálfa, en þó læða höfundar með því fróðleikskorni eftir Hagstofunni að
„meðalaldur þeirra sem Ijúka sveinsprófi er um 29 ár" (bls. 16), og er þar með sleginn
varnagli ekki lítill við rannsókn sem fylgir námsferli aðeins til 24 ára aldurs. Þetta
varðar ójafnvægi bóknáms og verknáms eða almenns náms og starfsnáms, sem er, við hlið
brottfallsins, annað af aðalþemum rannsóknarinnar (og margs annars sem Jón Torfi
hefur skrifað, sbr. ritaskrá bls. 88-89) og vissulega eitt brýnasta áhyggjuefnið í málum
framhaldsskólastigsins. En mörkin við 24 ára aldur skekkja mynd rannsóknarinnar af
þessu atriði, og þyrfti við nánari úrvinnslu að draga inn meira af annars konar
gögnum til fyllingar. Af rannsóknarárganginum reyndust 1932 hafa lokið stúdents-
prófi, en 293 luku löngum verknámsbrautum, þ.e. sveinsprófi eða burtfararprófi í iðn
(bls. 15; hér er nemandi tvítalinn hafi hann lokið tvenns konar prófi). Hér eru sem
sagt af 100 útskriftum 87 stúdentspróf á móti 13 iðngreinaprófum. Sé hins vegar litið
á allar útskriftir framhaldsskólanna (http:/ /brunnur.stjr.is/interpro/mrn/mrn.nsf/-
pages/Tolfraedi > „Tölfræðiupplýsingar á vef Hagstofu - framhaldsskólar"), óháð
aldri nemenda, á skólaárunum 1995 til 1999, þegar rannsóknarárgangurirtn var að
ljúka sínum framhaldsskólaprófum, þá eru hlutföllin 65 stúdentspróf á móti 35 iðn-
greinaprófum (tvítalningar teknar með á sama hátt og í hinum tölunum) og hjá
körlum ekki nema 47 stúdentspróf á móti 53 útskriftum í iðn. Nú er það vissulega
umhugsunar- og áhyggjuefni hve mjög námsferill verknema vill dragast á langinn,
en heildartölurnar eru þó út af fyrir sig markverðari en hinar sem höggnar eru af við
24 ára aldur, og vekja ekki eins djúpa örvæntingu um hvert stefni í verkmenntun
þjóðarinnar.
Þótt Ungt fólk og framhaldsskólinn hafi lítið rúm fyrir annað en upplýsingar úr rann-
sókninni sjálfri, verja höfundar þó einum stuttum kafla (bls. 78-80) í samanburð við
eldri rannsókn af sama tagi á árganginum 1969. Sá samanburður nær þó aðeins til 22
ára aldurs, en bilið til 24 ára er reynt að brúa með gögnum úr úrtaksrannsókn Gerðar
G. Óskarsdóttur á sama árgangi. Útkoman er sú að þar sem 3,2% af '75-árganginum
tóku stúdentspróf 23 eða 24 ára, þá hafi hvorki meira né minna en 7,7% af hinum
árganginum lokið stúdentsprófi á sömu aldursárum. Þessi munur getur vissulega
staðist, en þar til hann er staðfestur með samanburði við raunverulegan aldur
stúdenta á viðkomandi árum hlýtur mann að gruna einhvers konar úrtaksskekkju.
Því er kannski óvarlegt af höfundum að draga ályktanir af úrtaki Gerðar, meira að
segja í hinum örstutta inngangskafla. Þetta held ég sé eina dæmið í allri bókinni þar
sem mér finnst tæplega gætt fullrar varúðar í ályktunum.
134