Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Side 141

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Side 141
LOFTUR GUTTORMSSON Árni Daníel Júliusson: Skólinn við ströndina. Saga Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri 1852-2002. Árborg 2003. 310 bls., myndir, kort, töflur. Hið nýja sveitarfélag Árborg minntist 150 ára afmælis Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri - elsta starfandi barnaskóla landsins - með útgáfu veglegs rits, yfir 300 bls. að stærð í stóru broti, sem Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingur var fenginn til að semja. Myndefni er veruleg uppistaða í ritinu; að jafnaði kemur meira en ein mynd, að spássíumyndum meðtöldum, á hverja síðu og margar myndir leggja undir sig heila opnu. Ritið verður því ekki réttilega metið nema fullt tillit sé tekið til myndefn- isins við hlið sjálfs textans. Margir skólar í kaupstöðum og kauptúnum hafa á undanförnum áratugum eignast sögu útgefna á prenti, annaðhvort í sérstöku riti eða sem hluta af sögu bæjar- félagsins. Sagnfræðingar hafa í vaxandi mæli gerst hlutttakendur í slíkri byggðar- söguritun - og fetað þar með í fótspor Guðna Jónssonar sem samdi um miðbik aldar- innar sem leið Stokkseyringa sögu (fyrir hana hlaut höfundurinn doktorsnafnbót). Miklu síður hafa sagnfræðingar gefið sig að ritun sérstakrar skólasögu í einstökum byggðarlögum eða bæjarfélögum; slík sagnritun hefur fremur komið í hlut kennara og skólastjóra sem oft á tíðum þekktu til skólastarfsins af eigin raun. Nýleg dæmi um þetta er Saga Barnaskólans á Seyðisfirði (Rv. 1989) eftir Stein Stefánsson skólastjóra (Rv. 1989), Saga barnaskóla í Reykjavík til 1930 (Rv. 2001) eftir Ármann Halldórsson skóla- stjóra og BarnaskóH á Þingeyri í Dýrafirði í 100 ár (Hrafnseyri 1998) eftir Hallgrím Sveinsson skólastjóra. Hér má einnig nefna fyrrverandi kennara og sóknarprest, Árelíus Níelsson, sem samdi (að hluta) og gaf út sögu Eyrarbakkaskóla (Rv. 1952) í tilefni af aldarafmæli stofnunarinnar. Hluti þessa rits voru minningar gamalla nemenda og kennara skólans - efni sem Árni Daníel hefur raunar nýtt sér í riti sínu. Vel mætti nota þessi dæmi til þess að meta hverju það breytir um útkomuna hvort það er fagmaður eða leikmaður sem heldur um pennann (eða slær á lyklaborðið!). Áberandi er að Árni Daníel gengur til verksins með ákveðnari hugmyndir um tímabilaskiptingu en leikmönnum í sagnritun er tamt að beita. Hann kveður svo að orði að Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri hafi „lifað að minnsta kosti þrenns konar tíma, tímana áður en nútímavæðingin hófst, nútímavæðingartímana sjálfa og síðan tímann eftir að nútímavæðingu lauk" (bls. 7). Þetta verður höfundi tilefni til að skipta hinni 150 ára löngu sögu í þrjá hluta: „Sá fyrsti fjallar um fyrstu 50 árin, annar hlutinn nær frá aldamótum að stríðsbyrjun 1940 og sá síðasti er um tímann eftir það" (bls. 7). Sjálfur metur höfundur að helsta nýjungin við þessa sögurritun sé að álíta að „til sé tími eftir nútímavæðingu, að við lifum ekki lengur á tímum nútímavæðingar heldur á tímanum eftir hana, póstmódern tíma" (bls. 7). 139
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.