Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1939, Blaðsíða 7

Ægir - 01.01.1939, Blaðsíða 7
Æ G I R MANAÐARRIT FISKIFÉLAGS ISLANDS 32. árg. I Reykjavík — Jan. 1939 I Nr. 1 Lúðvík Kristjánsson: Sjávarútvegurinn 1938. Útgerðarmenn og sjómenn munu ekki almennt hafa alið bjartar vonir í brjósti um bætta afkomu á árinu, sem nú er ný liðið. Sú liefir einnig orðið raunin, að all- ar vonir í þá átt hafa kollvarpazt, vegna jnargvíslegra erfiðleika, sem verið hafa á vegi útvegsins árið 1938. í lok ársins 1937 létu þeir menn, sem telja má einna gagnkunnugasta högum sjávarútvegsmanna, sem sé stjórn S. 1. F., orð falla á þá leið í bréfi til ríkisstjórn- arinnar, að óumflýjanlegt hrun væri framundan fyrir sjávarútveginn, ef halda yrði áfram að reka þá atvinnugrein með fyrirsjáanlegu tapi. Þannig blasti veruleik- inn grár og kaldur við útgerðarmönnum, þegar árið 1938 hélt í lilað. Þótt saltfisks- afhnn á árinu sé talsvert meiri en 1937 og verðið ýfið hærra, hefir afkoma útvegsins í engu batnað. Stafar það meðal annars af því, að síldarafurðir féllu stórlega, sérstak- lega lýsi, einnig lækkaði verð á hrognum og þorskalýsi mjög mikið. Þótt afkoma smáútgerðarinnar væri engan veginn góð, má telja að hún hafi verið sæmileg samanborið við afkomu togaraútgerðarinnar. Hér á landi mun út- koma stórútgerðarinnar aldrei hafa ver- ið jafn bágborin sem í ár og hefir hún þó verið léleg undanfarin ár. Stutt og lé- ieg saltfisksvertíð og lítill afli á síldveið- inni, miðað við úthaldstíma, stuðluðu að þvi, hve togaraútgerðinni varð þungsótt. Þess var getið til í byrjun ársins, að verða mundi um 100 þús. kr. tap að meðaltali á hvern togara á árinu. Þessi ágizkun mun ekki fara mjög fjarri, og má á því marka, hversu erfitt togara- eigendum er orðið um vik. Örðugleikar útgerðarinnar eru mönn- um áhyggjuefni, þar sem vitað er, að af- koma þjóðarinnar á meira undir þessum atvinnuvegi, en nokkrum öðrum. En þótt svo sé, hefir ekki enn þá tekizt að fá þann stuðning sjávarútveginum til handa, er létt gæti verulega undir þá erfiðleika, sem hann á við að stríða. Útgerðarmenn hafa þrásinnis haldið fundi og rætt um hvaða leiðir væru tiltækilegastar út úr ógöngunum. Þeir hafa einnig leitað stuðnings stjórnarvalda landsins og Al- þingis, en engu fengið um þokað, sem að gagni mætti koma. Síðasta Alþingi samþykkti að skipa milliþinganefnd, til þess að athuga rekstur og afkomu togaraútgerðarinnar og gera tillögur um, hvað gera mætti henni til styrktar. Fyrir tilmæli aðalfund- ar S. 1. F. í september, varð úr að nefndin rannsakaði einnig afkomu smáútgerðar-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.