Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1939, Blaðsíða 30

Ægir - 01.01.1939, Blaðsíða 30
24 Æ G I R Hámarksverð á fiski í Ítalíu hefir verið sama og síðastl. ár. Saltfisksalan til Englands hefir stór- aukizt á árinu. Mun aukningin ekki hafa numið minna en 5 þús. snvál. frá næsta ári á undan, en það þýðir að hún liefir tvöfaldast. (í þessum samanburði er vit- anlega sleppt spánarfiskiniun, sem seldur hefir verið í gegnum England). Fvrir skömmu hafa Bretar stofnað alls- lierjarfélag saltfiskkaupmanna. (Associa- tion of British Salt Fish Curers and Ex- porters). Snenuna á árinu tókst sam- vinna milli þessa félagsskapar og S. í. F., er stuðlaði mjög að þvi að allt árið fékkst jafnt og fast verð fyrir saltfiskinn í Bret- landi. En það liefir orsakað hina mildu aukningu á saltfisksútflutningnum þang- að. Áður rokkaði verðið talsvert til. Var oftast i byrjun árs £ 14-0-0 smál., en lækkaði síðari hluta ársins niður í £ 12-0-0. Nú liefir verðið haldizt svo að segja ó- hreytt allt árið og verið £ 14-0-0 smál., en liækkaði seinast á árinu upp í £ 15-0-0. Þótt nú sé auðvelt um sölu á óverkuð- um fiski til Bretlands og verðið geti tal- ist skainmlaust, eftir því sem nvt viðrar, er þó margt að varast. Sérstaklega getur það verið hættulegt, ef menn, sem selja smáslumpa til Bretlands, gefa eftir á verð- inu, því það eitt getur orsakað allsherjar verðfall á fiski þangað. Eins og sakir standa er gleðilegt að geta selt jafnmikið af fiski til Bretlands og raun er á, en jjó er því ekki að neita, að á ])á gleði fellur nokkur skuggi, þegar það er athugað, að Bretar verka þennan fisk sjálfir og selja liann síðan á sömu mark- aði og' ísl. sækja á. Bretlandssalan veldur ísl. vitanlega atvinnutapi og gjaldevris- rýrnum, en við hvorugu mega þeir. Þess- vegna er það óskandi, að þeir tímar fari sem hráðast í hönd, að ísl. geti selt allan sinn fisk beint til neyzlulandanna, en þurfi ekki að flytja verkefni lit úr land- inu til milliliðanna, verkefni, sem hér er full þörf fyrir og auðvelt er að inna af hendi. SáÍtfisksalan til Suður-Ameríkuland- anna liefir gengið vel á árinu. Aukningin hefir verið heilhrigð og jöfn og greiðslur komið skilvislega. Mest hefir salan auk- izt til Brasilíu, eða nálega tvöfaldast frá fyrra ári, og nemur aukningin í peningum um milljón kr. Verðmæti þess afla- magns, er selt var til Suður-Ameríkuland- anna og Cuba á árinu, nemur um 2% millj. kr. . Umbúðarkostnaður á fiski, sem seldur hefir verið vestur um haf, hefir verið mjög mikill. Undanfarin 3 ár hefir þetta verið að smábreytast, og liefir tekizt, að lækka umbúðarkostnaðinn mjög verulega. Áður var fiskurinn eingöngu fluttur í tré- kössum og lilikki og varð þá umbúðar- lcostnaðurinn 7—24 kr. á skipd. í stað tré- kassanna var fvrst á síðastl. ári eingöngu notaður pappi og strigi, og kosta þær um- búðir ekki nema um 3 kr. á skipd. Einnig kemur fram nokkur sparnaður við flutn- inginn og evkur það á gildi hinna nýju umbúða. Kaupendurnir voru mjög ófúsir á að reyna þessar umbúðir, en eftir að reynslan sýndi, að þær eru fullt svo heppi- legar sem trékassarnir, kjósa þeir þær miklu fremur. Norðmenn og Englending- ar hafa tekið upp eftir Isl. að nota pappa og striga í stað trékassa. Verð á saltfiski hefir verið örlítið hærra en síðastl. ár, og má heita að það hafi verið jafnt og fast allt árið. Úthorg- unarverð til fiskeigenda hefir verið sem liér segir, f.o.I)., miðað við fisk nr. I. Kr. 85.00 pr. skpd. fyrir Spánarv. stórfisk — 83.00 — — — Portúgalþurrk. fisk — 65.00 — — — Labradorv. fisk — 0.32 — kg — Pressufisk — 0.26-0.28— kg — Blautsaltaðan fislc

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.