Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1939, Blaðsíða 38

Ægir - 01.01.1939, Blaðsíða 38
32 Æ G I R ir lagnetjaveiðar í Önundarfirði, en síð- an mun þeim ekki liafa verið sirint ])ar fyrr en í sumar. Vel mætti þessi byrjun Önfirðinganna verða til þess, að lagnetja- veiði yrði víðar stunduð, þar sem svipað hagar til og í Önundarfirði. Nákvæmar skýrslur eru ekki til um það, hve margir hátar stunduðu dragnótaveið- ar á árinu, en eftir því sem næst verður komist munu þeir hafa verið álika margir og' síðastl. ár. Hraðfrystihúsum fjölgaði um 4 frá fyrra ári, og eru samtals 20 á öllu landinu. Húsin, sem hættust við, fengu öll lán hjá Fiskimálanefnd. Af dragnótaafla komu alls á land á ár- inu 3578 smál., miðað við slægðan fisk, og var goldið fyrir þann afla til fiskimann- anna um 1042 þús. kr. Fiskur, keyptur af dragnótabálmn á ár- inu, skiptist þannig eftir stöðum: Vestmannaeyjar .... 712 smál. Keflavík 304 — Reykjavík 1329 — Akranes 14 — Slykkishólmur 245 — Bildndalur 189 — Flateyri 93 — ísafjörður 134 — Akureyri 327 — Húsavíli 41 — Þórshöfn 33 — Seyðisfjörður 12 — Neskaupstaður 145 — Samtals 3578 smál. Ekki nema nokkur hluti af dragnóta- aflanum fer til frystingar. Sumt er selt til neyzlu i hæina, og sumstaðar er talsverl af þorski selt í salt. Skarkolinn er langmestur hluti drag- nótaaflans, um 1538 smál., eða tæp. 43% af heildaraflanum. Eftir stærð skiptist skarkolaaflinn þannig: Skarkoli yfir 500 gr. 822 smál., frá 375—500 gr. 408 smál. og' 250—375 gr. 308 smál. Af þykkvalúru veiddist 601 smál., eða um 17% af heildaraflanum. Þykkvalúran skiptist þannig eftir stærð: Þykkvalúra yfir 500 gr. 351 smál., frá 375—500 gr. 134 smál. og frá 250—375 gr. 116 smál. Af lúðu fiskaðist 126 smál., eða 3,5% af heildaraflanum. Eftir stærð sldptist lúðan þannig, að 21 smál. var yfir 10 kg, en af lúðu frá 0,5—10 kg. voru 105 smál. Sam- anlagt aflamagn þessara þriggja fiskteg- unda gerir 63,5% af öllum dragnótaafl- anum, en verðmæti þess er aftur á móti um 84% af heildarverðmætinu. Auk þessa veiddust 753 smál. af þorski, er var seldur fvrir 57 þús. kr. og 255 smál. af ýsu og varð verðmæti liennar 43 þús. kr. Nokkuð minna veiddist af öðrum fisk- tegundum, t. d. langlúru, steinbít, skötu, sandkola og stórkjöftn. Alls voru fluttar út á árinu 1653 smál. af freðfiski og nemur verðmæti hans 1625 þús. kr., og er það tæpum 200 þús. kr. meira en fyrra ár. Enn hefir ekki tekizt að trvggja markað fyrir fryst ýsu- og þorskflök. Stafar það fyrst og fremst af því, að ekki er hægt að fá fyrir þau það verð i markaðslönd- unum, sem við getum framleitt þau fyrir. Það er alltaf að aukast sem við flytjum út af fullunnum flatfiski (flökuðum) og verð hans hækkar stöðugt. í fyrra var meðalverð pr. kg. af frystum fiski 81 evrir, en nú í ár rúmlega 98 aurar. Hvalveiðar. Frá hvalveiðastöðinni á Suðureyri í Tálknafirði gengu þrír hátar, en tveir árið áður. Veiðitiminn stóð vfir i 4 mán- uði, frá miðjum maí til miðs september. Fyrsti hvalurinn veiddist 28. maí, en sá seinasli 8. sept. Alls veiddust 147 hvalir á árinu, en 79 síðastl. ár. Eftir tegundum skiptist veiðin í ár þannig: 113 langreyð-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.