Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1939, Blaðsíða 23

Ægir - 01.01.1939, Blaðsíða 23
Æ G I R 17 var framleidd undir þremur merkjum —- afbragðssíld, sem litið var framleitt af, fyrsta flokks matjessíld, með merki Síldarútvegsnefndar og annars flokks síld, veidd i júli og léleg ágústsíid. Þann 3. ágúst lét Síldarútvegsnefnd að mestu leyti stöðva söltun matjessildar á Siglu- firði, vegna þess hve síld var þá mögur þar í nánd. Út af Ströndum og á Húna- flóa var aftur á móti feitari sild um þessar mundir, en ekki fékkst þó leyfi til að salta matjessíld þar í veiðistöðv- unum. Frá því byrjað var að matjes- verka, befir aldrei verið saltað jafnmikið af matjessíld og nú í ár, eða alls 111 þús. tunnur. Mest hefir verið verkað á einu ári áður 107 þús. tn., en það var 1933. Þann 25. ágúst var saltsildaraflinn orð- inn jafnmikill og allt árið áður. Alls var saltað norðanlands á árinu 338.641 tn., eða 128.370 tn. meira en fyrra ár. Mest var saltað á söltunarstöð Ingvars Guðjónssonar, 29.536 tn. Útflutningsverð- mæti saltsíldaraflans er alls talið nema 9V2 milljón kr., og verða þvi sildarafurð- irnar stærsti útflutningsliðurinn, eða um 18i/2 milljón kr., og er það um 32% af heildarútflutningi þjóðarinnar. Síldveiði var allmikið slunduð i Faxa- flóa um liaustið, eða miklu meira en sið- astliðið ár. Veiðin byrjaði mjög snemma og liætti er hálfur mánuður lifði af des- ember. Um tíma var síldin mjög horuð og var talið að þá liefði ekki nema þriðj- Ungur af henni verið söltunarhæfur. Það sem ekki var liægt að salta af Akranes- bátunum var sett í bræðslu í síldarverk- smiðjuna þar. Alls voru saltaðar af »Faxa“-sild á árinu 9.038 tn., og er það 8.312 tn. meira en árið áður. Þótt söltun „Faxa“-síldar færðist jafnmikið í auk- ana og áður er getið, var þó enganveginn hægt að fullnægja eftirspurninni. Norðmenn komu, eins og oftast áður, snemma sumars á síldarmiðin. Þátttaka Norðmanna í veiðunum var miklu minni en árið áður. Nú stunduðu veiðarnar 131 skip og er það 86 færra en fvrra ár. Af þeim voru 78 herpinótaskip með ca. 1440 menn, 15 fragtskip, sum með 2 „nóta- bruk“, með ca. 375 menn og 38 reknetja- bátar með ca. 335 menn. Alls hafa því 2.150 Norðmenn verið hér við síldveiðar á árinu. Fjörutíu og sjö af norsku skip- unum munu hafa farið tvær veiðiferðir. Norðmenn veiddu alls liér yfir sumarið 181.747 tn., og skiptist þessi veiði þeirra þannig, eftir því hvernig síldin var verk- uð: Algeng söltun ........... 103.934 Matjes söltun ............ 55.403 Krydd söltun ............ 22.005 Öðruvísi verkuð ............... 405 Síldarafli Norðmanna liér við land á árinu er 163.243 tn. minni en fyrra ár. Síðastl. ár lögðu þeir liér á land síld í bræðslu fvrir 400 þús. kr., en núna í ár fyrir aðeins tæpar 50 þús. kr. Matjessöltun Norðmanna minnkaði mjög mikið, eða um 29.800 tn. Munu áföllin, sem þeir urðu fyrir á fyrra ári, en þá urðu þeir að láta talsvert af matjessíldinni i bræðslu, bafa ollið því, að þeir drógu svo mjög úr matjesverkun að þessu sinni, eins og áður er sýnt. Aftur á móti lögðu þeir mjög mikla áherzlu á að skarpsalta sem mest af síld nú í sumar. Norðmenn höfðu hér í sumar tvö flutn- ingaskip, er töku bræðslusíld af skipun- um og fluttu heim til Noregs. Er það í fyrsta skipti sem slíkt er reynt, og telja Norðmenn að það hafi gefizt vel og muni jafnvel verða haldið áfram næsta sumar. Norðmenn fluttu heim frá Islandi á ár- inu síld fyrir 2.600 þús. kr., eða 1.600 þús. kr. minna en fyrra ár. Norsku síldveiða- mennirnir, er veiðar stunduðu, hér við land, báru mjög litið úr býtum. Talið er

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.