Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1939, Blaðsíða 17

Ægir - 01.01.1939, Blaðsíða 17
Æ G I R 11 skyldi að ýsugengdinni, en hún livarf með öllu um mánaðamótin febr.—marz. Loðnugengd var með allra mesta móti í marz, en þrátt fyrir það fékkst varla uggi úr sjó. Það kom jafnvel fyrir að bát- ar komu úr róðri, án þess að liafa veitt einn fisk. Talið var að í marzmánuði lxefði komið mestur afli á land i Horna- firði þann 21., en þá voru 13 hátar á sjó °g fengu samtals 827 fiska, eða 63.6 að nieðaltali á bát. Aflahæsli báturinn fékk þá 236 fiska, en sá aflalægsti einn. Það þótti einnig athyglisvert, að ekki fékkst einu sinni tindabikkja, krossfiskur eða keiia, en af þessum ófénaði liefir jafnan áður fengizt mikið á línu þar eystra. (Sbr. 4. tbl. Ægis ’38). Bátar, sem á Hornafirði voru, fóru margir heim í aprílbyrjun, vegna afla- leysis. Höfðu sumir ekki aflað nægilegt handa sér til matar. Seint i apríl glædd- ist mjög afli i Hornafirði, og fóru þá sumir bátanna þangað aftur. Var góður afli það sem eftir var vertíðar. Var afli lítið minni jdir vertíðina en árið áður, þrátt fyrir færri báta og slikt fiskleysi framan af vertíð, sem áður er lýst. Grunnmiðaveiði var víða góð i maí- mánuði, og þá fór einnig að glæðast afli fyrir Austfjörðum og yfir sumarið var al- mennt dágóð veiði, miðað við það, sem verið liefir á sarna tíma undanfarin ár. Lorskveiðar voru stundaðar meira og af fleiri bátum yfir sumarið, en síðastl. ár. Stafaði það meðal annars af þvi, að vél- bátarnir fóru seinna á síldveiðar en und- mifarið, eða ekki fyrr en í júlí og færri hátar stunduðu dragnótaveiðar en sum- arið áður. Síldveiði fyrir Norðurlandi stunduðu 31 skip af Austfj. Voru þar af 20 vél- bátar, er voru með 10 lierpinætur, eða tveir bátar saman um nót. Sumir bát- anna fóru á reknet, þegar hætti að veið- ast i lierpinót, en aðrir fóru heim til þorskveiða. Útkoma flestra „tvílembing- anna“ er talin góð á síldveiðunum, þar eð þeir fóru ekki norður fyrr en síldveiðin liófst fyrir alvöru. Saltfisksaflinn i Austfirðingafjórðungi á árinu varð alls 2.917 smál., og er það mestur afli, sem þar liefir verið veiddur í salt, síðan 1934. Útfluttur ísfiskur var aftur mun minni en undanfarin ár, og mun það eiga einbvern þátt í því, að salt- fisksaflinn varð svo mikill, sem f\Tr er getið. Frá Skálum gengu 7 opnir vélbátar og 2 ára-bátar, með samtals 25 menn, og er það sama bátatala og árið áður. Fær- eyingar stunduðu veiðar þar á 3 trillu- bátum 1937, en ekkert nú í ár. Ársafli 102 smál. (95). Úr Gunnólfsvík gengu 3 opnir vélbát- ar, með alls 8 menn Er það 1 trillubát færra en fvrra ár. Ársafli 20 smál. (18). Úr Bakkafirði gengu 6 opnir vélbátar og 3 árabátar, með 12 menn. Er það 8 trillubátum og 5 árabátum færra en árið áður. Mest eru það Færeyingar, sem gera út á Bakkafirði. Aflann flytja þeir út, nema það, sem þeir láta í skiptum fvrir útgerðarvörur og aðrar nauðþurftir. Úr Vopnafirði gengu 8 opnir vélbátar og 1 árabátur, með alls 20 menn, og er það 3 trillubátum fleira og 1 árabát færra en árið áður. Veiðar voru yfirleitt lítið stundaðar þar á árinu og eftir miðj- an ágúst var sama og ekkert farið á sjó til fiskveiða. Ársafli 28 smál. (30). Úr Borgarfirði gengu 7 opnir vélbátar, með samtals 21 rnann. Er það sama báta- tala og árið áður. Veiðar voru ekkert slundaðar þaðan eftir miðjan ágúst, enda brá þá til ógæfta. Ársafli 43 smál. (26). Úr Seyðisfirði gengu 2 vélbátar vfir 12 lestir, 9 minni og 6 opnir vélbátar, með alis 56 menn. Er það 2 vélbátum stærri en

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.