Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1939, Blaðsíða 43

Ægir - 01.01.1939, Blaðsíða 43
Æ G I R 37 konar veiðar stunduðu árið áður, en 57 skipum færra en 1936. Þrjátíu og þrír togarar stunduðu salt- fisksveiðar, þegar þeir voru flestir, og er það 1 togara fleira en fyrra ár. Ellefu línuveiðagufuskip stunduðu saltfisks- veiðar á árinu og er það 6 fleira en fyrra ár. Vélbátum yfir 12 lestir fækkaði um 5, en vélbátum undir 12 lestum fjölgaði um 11. Opnum vélbátum, er þorskveiðar stunduðu, fækkaði um 61, en árabáta- fjöldinn var svipaður og' siðastl. ár. Slysfarir og’ skiptapar. Sjóslys liafa orðið með meira móti á árinu 1938. Samtals drukknuðu hér við land á árinu 45 menn, og voru þeir allir innlendir. Þar af voru 6, sem drukknuðu í ám og vötnum, 5 féllu út af hryggjum og' drukknuðu, 6 féllu út af skipum eða skolaði út og' 30 drukknuðu af skipum, sem fórust. Með allri áhöfn fórust á árinu 1 togari, 1 vélbátur yfir 12 lestir og 2 opnir vél- hátar. Auk þessa sukku 2 vélbátar minni en 12 lestir. Þrír vélbátar strönduðu á árinu, en var öllum náð á flot aftur og gert við þá. Einn enskur togari strandaði, en var náð út aftur og framkvæmd á honum hráðabirgðaviðgerð i Rvilc, og komst hann lieim heilu og höldnu. Við hafnarg'erðir og' lending’abætur var unnið á árinu sem hér segir: Ólafsvík. Þar var lokið við bryggjuna og suðurgarðinn, með þvi að byggður var liaus 17,5 m. fram, og er hann 11.75 ni. breiður fremst. Skjólgarðurinn var sleyptur alveg fram fyrir hausendann og auk þess þeir liðlega 11 m., se.m eftir voru af garðinum frá fyrra ári. Auk þessa var framkvæmd talsverð klappar- hreinsun meðfram bryggjunni og hausn- um. Kostnaður við þessi verk varð um 17 þús. kr. Flateyri. Steypt var ofan á sjóvarnar- garðinn á 256 m. svæði og auk þess fyllt að garðinum á 317 m. bili. Kostnaður 4207 kr. Súgandafjörður. Þar var hyrj að á hafnargerð. Var stej'ptur 45 m. langur veggur, er myndar ytri lilið hafnargarðs- ins. Nær hann frá vegbrún, sem er ofan fjörunnar, og fram að sjómáli um stór- straumsfjöru. Innan við steinvegginn var gerð 7 m. breið grjótfylling, en á ytri brún garðsins var steyptur 40 m. langur skjólveggur. Allur kostnaðurinn varð um 18 þús. kr. Slcagaströnd. Hafnargarðurinn þar var lengdur um 40 m. Steinsteypuker, er steypt \rar 1937, var sett við enda garðs- ins og myndar það fremsta hluta hans. Dýpi við framenda garðsins er um 15 fet, miðað við stórstraumsfjöru. Kostnaður við þetta verk varð ca. 80 þús. kr. Sauðárkrókur. Þar var hafnargarður- urinn lengdur um 140 m., og er hann nú kominn í fulla lengd, eða um 280 m. Verki þessu er nú að mestu lokið og garðurinn tekinn til notkunar. Á þessu ári var alls unnið fyrir um 230 þús. kr. Siglufjörður. Unnið var þar að hafn- argerð i framhaldi þess, sem gert hefir verið síðastl. tvö ár. Til verksala hefir nú alls verið greitt um 389 þús. kr., en samningsupphæðin er 640 þús. kr. Dalvík. Þar voru gerðar ýmsar undir- búningsrannsóknir með tilliti til vænt- anlegrar liafnargex'ðar. Kostnaður við þessar rannsóknir varð 6700 kr. Þórshöfn. Þar var byrjað á bryggju, er nær nú orðið 18 m. fraixx fyrir stór- straumsfjöruborð. Við bryggjuendann er

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.