Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1939, Blaðsíða 27

Ægir - 01.01.1939, Blaðsíða 27
Æ G I R 21 að þeir, seni ráðnir voru upp á hlut af afla, hafi ekki fengið meira að meðal- t^li en kr. 20 um vikuna. Tafla VI sýnir þátttöku útlendinga i sildveiðinni við ísland á árinu. Aðeins fjórar þjóðir tóku nú þátt í veiðunum og or Það tveim þjóðum færra en síðastl. ar’ Því að Eistlendingar og Lettlendingar sóttu nú ekki hingað til veiða, hvað þeir hafa gert nokkur undanfarin ár. Heild- arafli útlendinga varð miklu minni en l}i'i'a ár. Stafar það fyrst og fremst af l)vh hve þátttaka þeirra í veiðunum drógst saman, og einnig af því hve síldin var grunnt að þessu jsinni, eða að mjög verulegu levti innan við landhelgislínu. Alls sóttu hingað til síldveiða 176 erlend skip, og er það 98 sldpum færra en árið á undan. 1 afla VII sýnir afla ísl. síldveiðiskip- anua á árinu. Alls hafa þau aflað 1 169 571 mál og tunnur. Togararnir hafa að meðal- lali aflað 11 510 mál og tn. og er það 6 12(5 minna á skip en síðastl. ár. Afli logaranna er 24,6% af heildarveiðinni. Aí]i línuveiðagufuskipanna varð 9114 mál og tn. að meðaltali á skip, en 9 723 ]>lra ár. Alls er afli línuveiðagufuskip- anna 22,3% af lieildaraflanum. Meðalafli mótorskipanna, er voru eilt um nót, er s'° a® segja alveg sá sami og fvrra ár. Alhir afli mótorskipa, sem stunduðu veiði nieð herpinót, er 53,1 % af heildaraflanum. Karfa- og ufsaveiðar. l'leiri togarar stunduðu nú karfaveiðar nni suinanð en árið áður, og mun liið lága sildarverð hafa ollið því. Fimm togarar stunduðu veiðarnar og varð samanlagður uthaldstími þeirra 441 dagur. Lengstur ú thalds timi varð 130 dagar. Þrír togaranna tógðu upp í verksmiðjuna á Sólbakka. ^ oru tveir þeirra frá Hafnarfirði. Byrj- uðu þeir 23. júní og liættu í byrjun ágúst, en þá fóru þeir á ísfiskveiðar. Einn log- arinn var frá ísafirði og byrjaði hann veiðar 18. júní, en hætti í sama mund og Hafnarfjarðartogararnir og fór þá á síld- veiðar. Patreksfjai’ðartogararnir stunduðu báðir karfaveiðar mest allt sumarið. Síðla sumars og framan af hausti veiddu þeir ísfisk fyrir þýzkalandsmarkað, en fóru að þvl búnu aftur á karfaveiðar og héldu úl til 20. nóv. Karfaveiðin var að jafnaði mjög treg allt sumarið. Yarð heildaraflinn 9003 smál., og er það rúmum 4000 smál. minna en fyrra ár, en þá stunduðu 13 togarar karfaveiðar, en flestir þeirra ekki nema stuttan tíma haust og vor. Hvern úthalds- dag veiddu karfaveiðatogararnir 19 smál. að meðaltali, og er það rúmum 3 smál. minna en fyrra ár og 8 smál. minna á hvern útlialdsdag en 1936. Það er því sýni- legt, að karfaaflinn pr. úthaldsdag hefir minnkað mjög síðan haustið 1936, er fyrsl var byrjað að stunda þessar veiðar. Karfaafurðir voru fluttar út á árinu fyrir 543 þús. kr., og er það rúmri 1 milllón kr. minna en 1936. Um framtið karfaveið- anna skal engu spáð hér, en svo virðist sem menn ali ekki almennt jafn bjartar vonir í sambandi við þá atvinnugrein og gert var í byrjun. Þcss má ekki gleyma að gela, þegar minnst er á þverrandi karfaveiði, að á- samt karfanum veiðist jafnan talsvert af þorski. Auk karfans öfluðu togararnir, að þessu sinni, 1140 smál. ílf þorski (full- stöðnum), 1953 föt lifur og 184 smál. af ufsa. Enn fremur hirtu tveir togaranna 737 smál. af hausurii og liryggjum úr þorskinum og ufsanum, ásamt ýmsum fisktegundum, er unnið var úr mjöl. Ufsaveiðar stunduðu 11 togarar og var samanlagður úthaldstími þeirra 459 dagar. Skip það, er lengst stundaði veiðarnar, var

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.