Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1939, Blaðsíða 15

Ægir - 01.01.1939, Blaðsíða 15
M G I R 9 mótunum júní—júlí. Ársafli 43 smál. (44). f r Griinnavíkui'hreppi gengu 4 opnir vélbátar, með 16 menn. Ársafli 20 smál. Ur Sléttuhreppi (Aðalvík, Hesteyri og Strandir) gengu 24 bátar, með samtals 65 menn. Þar af var 1 þiljaður bátur nnnni en 12 lestir, 3 opnir vélbátar og 20 árabátar. Er það 1 þiljuðum bát og 2 trillubátum færra en fyrra ár, en 12 ára- bátum fleira. Ágætur afli var i Hesteyrar- firði fyrri Iiluta vors. Seint í maí og fyrst í JÚni var góðfiski í Aðalvík — inn á sjálfri víkinni, og voru þá 15—18 árabátar, með 2—3 manna áhöfn, á færaveiðum þar. Auk þess sóttu þangað nokkrir bátar af Ströndum og frá Hesteyri. Arsafli 117 smál. (125). Mismunurinn á aflanum nú °g 1937 stafar af því, að rúmur þriðjung- urinn af fyrra ársafla var frá togurum, er stunduðu karfaveiðar frá Hesteyri. Frá Gjögri gengu 2 árabátar og 1 þilj- aður vélb. minni en 12 lestir, með samtals 8 menn. Megnið af sumaraflanum var seldur til uevzlu á síldarstöðinni i Djúpu- vík, og kemur hann því ekki fram hér i ársaflanum. Ársafli 20 smál. (12). Ur Steingrímsfirði gengu 24 bátar, með 94 menn. Af þeim voru 5 þiljaðir vélbát- ur minni en 12 lestir, 15 opnir vélbátar °g 4 árabátar, og er það 3 þiljuðum bát- um fleira, en 4 árabátum færra en árið áður. Framan af árinu var afleitur afli. Nokkur reytingur var þó í marz og apríl. Dgæftir töfðu fyrir veiðum síðari liluta upríl og mest allan maí. Fiskveiðar voru stundaðar lengur á árinu en undanfarin ár, og var afli sæmilegur seinni hluta sumars og allt haustið. Ársafli 612 smál. (498). Norðlendingafjórðungur. Fyrir Norðurlandi var sérlega góð veðrátta frá áramótum til aprilloka. Veiðar voru þó mög lítið stundaðar fyrstu þrjá mánuði ársins. í aprílmán- uði kom dágott aflahlaup á Skagafjörð, en ekki stóð það nema nokkra daga. Snemma vors fékkst loðna og síðar bæði smásíld og millisíld. Var því nægileg beita langl fram á sumar. Húsvíkingar sóttu um tíma beitu til Akureyrar. Virð- ist það all langsótt, en slíkt hafa þeir þó gert nokkrum sinnum áður. Með maí snerist veður til norðan- og norðaustan- áttar. Var oflast mjög kalt og storma- samt. Þetta véðurfar hélzt svo að segja óbreytl fram í byrjun júlí. Róðrar voru því mjög óstöðugir á þessu tímabili, en afli sæmilegur. Þorskgengd var miklu meiri á austurmiðum — austur og fram af Grímsey og út af Skjálfanda — en út af Siglufirði og vestar, þar sem jafnan liefir verið sótt mest áður. Um mánaða- mólin júní—júlí var að mestu liætt þorsk- veiðunum úr verstöðvunum við Eyja- fjörð, nema í Ólafsfirði og Grenivík. En í sama mund byrjuðu veiðarnar við Húnaflóa. Úr Skagafjarðarverstöðvun- um voru þorskveiðar slundaðar fram að slætti, en úr austurverstöðvunum, Flat- ey, Húsavík og Þórsböfn var róið mest allt sumarið. Yfir sumarið stunduðu flestir stærstu vélbátarnir síldveiðar, en minnstu þil- bátarnir voru við dragnótaveiði og grá- lúðuveiði. Bátar þeir, er voru við grá- lúðuveiði, öfluðu flestir vel. Að síldveiðinni lokinni fóru flestir bát- arnir úr verstöðvunum við Evafjörð aft- ur á þorskveiðar og öfluðu sæmilega, eftir því sem vænta má á þeim tíma árs. Frá Skagaströnd og Kálfshamarsvík gengu 6 opnir vélbátar og 4 árabátar, með 35 menn. Er það 1 trillubát fleira en árið áður. Arsafli 74 smál. Frá Hvammstanga gengu 3 opnir vél- bátar, með 9 menn. Ársafli 5 smál.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.