Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1939, Blaðsíða 18

Ægir - 01.01.1939, Blaðsíða 18
12 Æ G I R 12 lestir og 2 minni bátum fleira en fyrra ár. Stærri bátarnir stunduðu flestir þorskveiðar við Faxaflóa á vetrarvertíð- inni og síldveiðar yfir sumarmánuðina. Ársafli 346 smál. (189). Úr Mjóafirði gengu 8 opnir vélbálar, með 16 menn, og er það 2 trillubátum fleira en fyrra ár. Þorskveiðai- voru ekki stundaðar þar, nema fram i ágústbyrjun. Snennna á árinu veiddist talsvert af smásíld í bræðslu, er seld var til Seyðis- fjarðar. Yfir sumarið veiddist einnig nokkuð af síld, er var mest seld til beitu. Ársafli 33 smál. (32). Úr Norðfirði gekk 1 togari, 9 bátar stærri en 12 lestir, 3 minni, 22 opnir vél- bátar og 2 árabátar, með samtals 127 menn. Er þetta 3 vélb. (stærri en 12 lest- ir) og 2 trillubátum fleira, en 1 vélbát (minni en 12 1.) færra en fyrra ár. Tog- arinn „Brimir“ lagði þar á land afla úr tveimur veiðiferðum, eða alls 107 smál. Nokkrir bátar frá Norðfirði stunduðu veiðar við Faxaflóa á vetrarvertíðinni. Ársafli 702 smál. (377). Úr Breiðuvík og Karlsskdla gengu 4 opnir vélbátar, með 11 manna áhöfn, og er það sami bátafjöldi og fyrra ár. Árs- afli 12 smál. (17). Úr Eskifirði gengu 4 vélbátar stærri en 12 leslir og 5 minni, með samtals 36 menn. Er það sama bátatala og næsta ár á undan. Tveir bátar frá Eskifirði stund- uðu veiðar við Faxaflóa á vertiðinni. Nokkuð varð síldarvart í Eskifirði fyrst á árinu og eins um sumarið. Var mest veitt til beitu, en lítilsháttar sell í verk- smiðjurnar. Ársafli 265 smál. (144). Úr Ucijðarfirði gengu 1 vélbátur yfir 12 lestir og 2 opnir vélbátar, með alls 10 menn. Er þetta 1 trillubát færra en síð- astl. ár. Stærsti báturinn stundaði veiðar við Faxaflóa á vertíðinni. Ársafli 29 smál. (17). Af Vattarnesi gengu 1 vélbátur undir 12 lestir, 17 opnir vélbátar og 1 árabátur, með alls 65 menn. Er þetta 1 þiljuðum vélbát og 6 trillubátum fleira en árið áður. Ársafli 134 smál. (123). Úr Fáskrúðsfirði gengu 6 bátar yfir 12 lestir og' 3 minni, með samtals 36 menn, og er það 1 stórum vélbát færra en fyrrá ár. Opnir vélbátar og árabátar, sem heima eiga á Búðum, stunda mest veiðar frá slöðvum út með firðinum, og er afli þeirra því talinn með þar. Um veturinn veiddu árabátar lalsvert í þorskanet inn í firðinum. Stóru bátarnir stunduðu flestir síldveiðar yfir sumarmánuðina. Nokkrir bátar stunduðu einnig dragnótaveiðar. Ársafli 301 smál. (303). Frá Hafnarnesi og Skálavík gengu 14 opnir vélbátar og 5 árabátar, með sam- tals 52 menn, og er það 1 árabát færra en siðastl. ár. Ársafli 184 smál. (144). Úr Stöðvarfirði gengu 10 opnir vélbát- ar og' 4 árabátar, með alls 42 menn. Er það 1 trillubát fleira, en 1 árabát færra en árið áður. Ársafli 134 smál. (100). Úr Djúpavogi gengu 1 vélbátur jninni en 12 lestir og 16 opnir vélbátar, með samtals 70 menn, og er það 1 þiljuðum vélbát og 3 trillubátum fleira en næsta ár á undan. Ársafli 79 smál. (73). Úr Ilornafirði gengu 11 vélbátar yfir 12 lestir og 6 minni, með samtals 68 menn. Þelta er 4 stórum vélbátum og 6 litlum (minni en 12 lestir) færra en fvrra ár. í maímánuði aflaðist megnið af aflanum, eða 359 smál. Ársafli 454 smál. (491). Síldveiðin. Næstum allt árið var síldar vart víðs- vegar í kringum landið. Smásíld var inni á Austfjörðum megnið af árinu, en litið var veitt af henni, nema helzt í Mjóafirði,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.