Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1939, Blaðsíða 40

Ægir - 01.01.1939, Blaðsíða 40
34 Æ G I R til flestra landa í Evrópu og Ameríku. Uinboðsmennirnir í hinum lýmsu lönd- um eru að vinna að sölu, en um árang- urinn af því starfi er ekki vitað enn þá, sem tæpast er heldur að vænta, þar sem tiltölulega er mög skammt um liðið síð- an sendingarnar fóru. Með starfsemi þessarar nýju verk- smiðju er af ísl. hálfu farið inn á ótroðnar leiðir, með það fyrir augum að liagnýta fiskinn á margvíslegri liátt, en gert liefir verið áður, hér á landi. Þegar litið er ó það, að sjávarafurðirn- ar gefa meira en % af heildarútflutn- ingsverðmæti þjóðarinnar, þá er ekki lítið undir því komið, að framleiðslan geti verið fjölskrúðug, svo að takast megi að liagnýta sér allan þann afla, sem að landi kemur, án þess að til meðgjafar þurfi að koma. Rætist þær vonir, sem hundnar eru við niðursuðuverksmiðju S. 1. F., má ætla að fiskframleiðsla þjóðarinnar verði fjölþættari og gefi meiri arð en verið Iiefir fram til þessa. Beitubirg’ðir. Beitubirgðirnar eru um 1000 smál. meiri en fyrra ár. Birgðirnar liafa því aukizt allverulega i öllum fjórðungunum, nema Austfirðingafjórðungi, þar hefir aukningin orðið mjög lítil, eða aðeins um 18 smál. Fari svo að þar verði góð- fiski og veðursæld, en engin loðnugengd, má búast við að þar verði mikill beitu- skortur. Eins og tafla XIX sýnir eru beitufyrn- ingar frá fyrra ári 87 smál., og' liggja því alls fvrir í landinu af frvstri síld og kol- krabba um 2535 smál., en voru um 2300 smál. um áramótin 1937 og 38. Verði þátttakan í veiðunum meiri en undanfar- andi ár, og veðrátta og veiði i betra lagi, má búast við að lítið verði um beitu, Talla XIX. Skýrsla um beitufrystingu (síld og kolkrabba) árin 1936—1938. Samtals Samtals Samtals 1938 1937 1936 Fjórðungar l<g kg kg Sunnlendinga 1 230 400 918 400 1 321 150 Vestfirðinga 369 000 275 500 269 000 Norðlendinga 751 200 206 000 228 600 Austfirðinga 97 300 79 100 124 200 2 447 900 1 479 000 1 942 950 Beitufirningar frá fvrra ári: í Sunnlendingafjórðungi ... 85 000 kg í Austfirðingafjórðungi.... 1 900 — Samtals 86 900 kg þegar fram á líður, ef engin loðna kemur. kemur. Utsöluverð á beitusíld frá frystihúsun- um til bátanna var 25—30 kr. tn. Fiskbirg’ðir. Aflinn á öllu landinu varð 37 567 smál., miðað við fullverkaðan fisk, og er það 9 609 smál. meira en fyrra ár. Fiskbirgðir i byrjun ársins voru 2 730 smál., sem þó , reyndar voru seldar 1937, en voru ekki fluttar út fyrr en fyrst á þessu ári. Nú um áramótin eru birgðirnar 3 899 smál., eða 1 169 smál. meiri en um næstu áramót á undan. Birgðir þessar eru þó seldar og verða fluttar út á fyrstu þremur mánuð- um ársins 1939. Til framboðs frá íslandi á árinu hefir aðeins verið ársaflinn, eða svipað magn og 1937. Það sem gerir fram- boðsmagnið svipað Itæði árin, eru fisk- birgðirnar frá áramótunum 1936 og 37, en þær voru álíka miklar og aflamismunur- inn á árunum 1937 og 38. i Þetta er því annað árið í röðinni, sem lekizt hefir að selja allan saltfiskinn og talið er að unnt hefði verið að selja miklu meira en framleiðslumagnið varð að þessu sinni. Hvort eftirspurniu verður svipuð

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.