Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1939, Blaðsíða 13

Ægir - 01.01.1939, Blaðsíða 13
Æ G I R Cr 600 kg. af fiski fengust: 1 ‘ji 110 fiskar 32 litr. lifur 3% 115 — 30 r— — 1% 105 — 30 — — Frá Stapa gengu 7 opnir vélbátar. me'ö 27 mönnum, og er það 4 bátum fleira en fyrra ár. Ársafli 51 smál. (34). Frá Hjallasandi gengu 17 bátar, með samtals 94 mönnum. Af þessum bátum voru 3 þiljaðir vélbátar undir 12 lestum, 12 opnir véibátar og 2 róðrarbátar, og er það 1 bát færra en 1937. Ársafli 271 smál. (174). Cr Ólafsvik gengu 9 bátar, með 44 mönnum. Þar af var 1 þiljaður vélbátur undir 12 lestum, en hitt opnir vélbátar, og er það 1 bát fleira en síðastl. ár. 1 jan. og febrúar var dágóður afli og einnig fram- an af marz, en úr því var rýr veiði, það sem eftir var vertiðar. Róið var alian maí-mánuð, en tregur afli. Haustvertíðin var ágæt. í desember aflaðist Ví af úrs- aflanum. Ársaflinn 261 smál. (193). Úr Stykkishólmi og Grundarfirði gengu 8 bátar, með 47 mönnum. Af þeim voru 2 þiljaðir vélbátar undir 12 lestum, 1 op- inn vélbátur og 5 róðrarbátar. Ársafli 141 smál. (82). Vestfirðingafjórðungur. Þar mun mega telja að afli hafi verið mjög sæmilegur í ár, miðað við undan- farin ár. Ársaflinn er ekki mjög fjærri því að vera helmingi meiri en 1937 og er það talsvert meiri aflaaukning en í öðr- um fjórðungum landsins. I maí-mánuði veiddist talsvert af síld og var þvi eng- inn skorlur á beitu. Um haustið var víðast bvar góður afli, en ekki notaðist að honum sem skyldi, vegna ógæfta. Úr Flaley og Bjarneyjum gengu 13 bát- ar, með 51 mann. Af þeim var 1 bátur yfir 12 lestir og 12 opnir vélbátar, og er það 6 opnum vélbátum fleira en fvrra ár. Arsafli 49 smál. (26). Úr Víkum gengu 17 opnir vélbátar, með samtals 52 menn; er það 1 bát fleira en árið áður. Þar var mjög góður afli framan af vori, en stormar hömluðu mjög sjósókn. Haustvertíðin var lítilfjörleg vegna ógæfta. Ársafli 109 smál. (98). Úr Patreksfirði gengu 2 togarar og 5 opnir vélbátar, með alls 85 menn; er það 4 opnum vélbátum fleira en fyrra ár. Þar var prýðilegur afli frá þvi um vorið og fram til hátiða. Er það talið sjaldgæft að jafn mikill fiskur sé þar á grunnmið- um svo lengi fram eftir vetri, eins og raun varð á að þessu sinni. Þvi til sönn- unar, bvað aflasælt var þar í sumar, má geta þess, að einn trillubátur, með fjög- urra manna áhöfn, veiddi á tímabilinu frá því seint í apríl til 12. júlí um 23 smál. af fullstöðnum fiski. Afli opnu vél- bátanna á árinu varð alls 110 smál. — Togararnir stunduðu þorskveiðar á ver- tiðinni en karfaveiði allt sumarið og fengu þá jafnan mikið of þorski, sem þeir söltuðu. Karfaveiðin gekk vfirleitt mjög treglega. Ársafli 1541 smál. (809). Úr Tálknafirði gengu 3 opnir vélbátar, með 12 menn, og er það sama bátatala og árið áður. Veiði var aðeins stunduð þar um vorið og fvrri hluta hausts. Árs- afli 14 smál. (12). Úr Arnarfirði gengu 16 bátar, með 62 menn. Þar af voru 2 þiljaðir vélbátar undir 12 leslum og 14 opnir vélbátar, og er það 1 þiljuðum vélbát og 10 opnum vélbátum fleira en fvrra ár. Um vorið var sæmilegur afli fyrir utan Arnarfjarð- armynnið. Góð veiði var í firðinum um sumarið og ágæt allt haustið. í Arnar- firði befir komið meiri afli á land á ár- inu, miðað við næstu ár á undan, en í öðrum verstöðvum landsins. Á Bíldudal voru byggðar á árinu

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.