Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1939, Blaðsíða 16

Ægir - 01.01.1939, Blaðsíða 16
10 Æ G I R Frá Sauðárkróki og Selvík gengu 6 opnir vélbátar og 5 árabátar, með sam- tals 39 menn. Ársafli 63 smál. Frá Hufðaströnd gengu 9 opnir vélbát- ar og 4 árabátar, með alls 36 menn, og er það sama bátatala og árið áður. Ársafli 107 smál. Úr Siglufirði gengu 3 þiljaðir vélbát- ar minni en 12 lestir og 6 opnir vélbátar, með alls 24 menn. Er það 3 trillubátum og 1 þiljuðum bát fleira en fyrra ár. Árs- afli 175 smál. Úr Ólafsfirði gengu 42 bátar, með sam- tals 114 menn. Þar af voru 2 vélbátar yfir 12 lestir, 10 minni og 28 opnir vél- bátar. Er það 2 þiljuðum bátum minni en 12 lestir og 4 trillubátum fleira en ár- ið áður. Róðrar voru meira stundaðir um haustið en venja er til, og var afli mjög sæmilegur framan af. Talið er að afiazt hafi vel á árinu, borið saman við undanfarin ár. Ársafli 764 smál. Úr Dalvík gengu 2 vélbátar stærri en 12 lestir, 9 minni, 8 oimir vélbátar og 3 árabátar, með alls 72 menn. Er það 1 stór- um vélbát fleira, en 4 vélb. minni en 12 lestir færra en fyrra árið. Ársafli 407 smál. Úr Hrísey gengu 7 vélbátar minni en 12 lestir og 4 opnir vélbátar, með sam- tals 36 menn. Er það 1 þiljuðum vélbát og 4 trillubátum færra en fyrra ár. Tvö línuveiðagufuskip úr Hrísey voru á þorskveiðum á vertíðinni, en þar sem þau lögðu mest allan sinn afia á land í Hafnarfirði, eru þau talin ganga þaðan. Ársafli 289 smál. Af Árskógsströnd gengu 4 vélbátar minni en 12 lestir og 14 ojmir vélbátai*, með samtals 44 menn; og er það 2 trillu- bátum fleira en fyrra ár. Ársafli 236 smál. Frá Akureyri og i grennd gengu all- margir opnir vélbátar, en ekki er kunn- ugt um tölu þeirra. Var afli sæmilegur á stundum, einkum í Inn-Eyj afirði. Af afla þessara báta hefir .ekkert verið salt- að, heldur eingöngu selt til matar i bæ- inn og i nærsveitirnar. Úr Grýtubakkahreppi g'engu 8 vélbát- ar minni en 12 lestir og 6 opnir vélbátar, með alls 44 menn, og er það sami báta- fjöldi og árið áður. Ársafli 388 smál. Úr Grímsey gengu 5 opnir vélbátar og 5 árabátar, með alls 25 menn. Ársafli 99 smál. Úr Flatey gengu 8 opnir vélbátar, með 21 mann, og' er það 1 trillubát færra en árið áður. Ársafli 195 smál. Úr Húsavík gengu 19 bátar, með sam- tals 61 mann. Af þeim var 1 stærri en 12 lestir, 8 minni, 6 opnir vélbátar og 5 ára- bátar. Er það 3 trillubátum færra, en 4 árabátum fleira en síðastl. ár. Ársafli 660 smál. Frá Raufarhöfn og' Sléttu gengu 1 vél- bátur minni en 12 lestir og 5 opnir vél- bátar, með alls 15 menn, og er það 2 þiljuðum vélbátum, 2 trillubátum og 3 árabátum færra en næsta ár á undan. Ársafli 21 smál. Frá Þórshöfn og Langanesi að vestan gengu 3 vélbátar minni en 12 lestir og 7 trillubátar, með alls 26 jnenn. Er það 3 árabátum færra en fyrra ár. Ársafli 164 smál. Austfirðingafjórðungur. Fyrsti fjórðungur ársins 1938 mun ef- laust verða Austfirðingum lengi minnis- stæður, vegna liins eindæma aflahrests, er þar var. Um 20. febrúar fóru bátar frá Aust- fjörðum að lialda til Hornafjarðar, og liugðu sjómenn vfirleitt gott til veiða, þvi að þar var þá mikil loðnugengd og talsverður ýsuafli. Um þetta leyti voru slfémar gæftir, og notaðist því ekki sem

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.