Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1939, Blaðsíða 46

Ægir - 01.01.1939, Blaðsíða 46
40 Æ G I R Tafla XXIII. Skipastóll landsins í árslok 1938 (frá Hagstofu íslands). Gufuskip Mótorskip Samtals Tala Brúttó rúml. Tala Brúttó rúml. Tala Brúttó rúmt. liotnvörpuski]) 36 12 428 )) )) 36 12 428 Onnur fiskiskip 29 3 350 563 9 997 592 13 347 Farþegaskip 6 8 121 2 340 8 8 461 Vöruflutningaskip 6 5 514 3 326 9 5 840 Varðskip 1 226 2 569 3 795 Dráttarskip 1 ín » )) i 111 Björgunarskip )) » i 64 1 64 Samtals 1938 79 29 750 571 11 296 650 41 046 Samtals 1937 81 30 838 581 10 965 662 41 803 Samtals 1936 81 30 776 617 10 993 698 41 769 botnuörpuskipa. Á árunum 1938—1940, að báðum meðtöldum, er útgerðarfyrir- tækjum ísl. botnvörpuskipa beimilt að draga frá skattskyldum tekjum sínum tap, sem orðið befir á rekstri þeirra eftir 1. jan. 1931, unz tapið er að fullu greitt. Á sama tíma er ofangreindum fyrirtækj- um heimilt að draga frá skattskyldum tekjum sínum 90% af þeirri fjárhæð, sem þau leggja í varasjóð af árstekjum sín- um. Bæjar- og sveitarstjórnum er heimilt að undanþigga sörnu fyrirlæki útsvari á sama tíma. Þá voru samþykkt lög um skipun nefndar ti) að rannsaka hag og rekstur togaraútgerðarinnar og gera tillögúr um það mál. Samþykkkt voru lög um hafnargerð á Raufarhöfn. Breytingar voru gerðar á lögum um Fiskueiðasjóð íslands og lögum um at- vinnu við siglingar á ísl skipum. Sam- þykkt var að láta fara fram endurskoðun á hinum síðarnefndu lögum á árinu 1938. Fjórar þingsályktanir voru samþykkt- ar, er snerla málefni sjómanna og út- gerðarmanna. Er ein um rannsókn vita- stæðis á Þridröngum, önnur um rann- sókn á atvinnuskilyrðum aldraðra sjó- manna, sú þriðja um undirbúning að endurbyggingu Stýrimannaskólans og sú fjórða um lækkun leigu talstöðva i skip- um o. fl. Skipastóllinn. Gufuskipum hefir fækkað um tvö á árinu; eru það slrandferðaskipið „Esjan“, er seld var til Chile og togarinn „Ólafur“, er fórst á Halamiðum 2. nóvember. Fimm mótorbátar voru keyjúir frá út- löndum á árinu og voru þrír af þeim ný- byggðir. Auk þess var keypt 1 mótorskip frá útlöndum, sem er björgunarskútan „Sæbjörg“. Sex nýir mótorbátar, er smíðaðir voru innanlands, bættust við flotann. Yoru 4 af þeim smiðaðir á ísafirði, 1 á Akureyri og 1 í Reykjavík. Allir þessir bátar eru nolaðir til fiskveiða, nema einn, sem er varðbáturinn „Óðinn“. Síldveiðar Svía við ísland. Nýlega hefir sænska stjórnin lagt til að árlega verði varið 50 þús. kr. af opinberu fé, til þess að styrkja þátttöku Svia i sildveiðunum á ís- landsmiðum,.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.