Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1939, Blaðsíða 10

Ægir - 01.01.1939, Blaðsíða 10
4 æ g i n Frá Eyrarbalcka gengu 3 bátar, með samtals 30 menn. Af þeim var 1 bátur yfir 12 lestir og tveir minni. Mest aflað- ist frá síðasta marz til 15. apríl, eða þriðj- ungi meira en á sama tíma árið áður. Nokkuð aflaðist í maí, en ekkert þann mánuð 1937. Ársafli 58 smál. (64). Úr Þorlákshöfn og' Selvogi gengu 11 bátar, með samtals 103 mönnum. Þar af var 1 þiljaður vélbátur undir 12 smál. og 10 opnir vélbátar. Er það 1 þiljubát og 1 trillubát fleira en fyrra ár. Bezt var veiðin frá 15.—31. marz, en þó var hún þriðjungi minni en á sama tíma fyrra ár. Fyrri liluta maímánaðar var sæmi- legur afli, en enginn á sama tima 1937. Ársafli 194 s.mál. (152). Afli hinna þriggja siðasttöldu veiði- stöðva kemur aldrei nema að nokkru leyti í skýrslur. Hann er því miklu meiri, borið saman við aðrar veiðistöðvar. Staf- ar þetta af því, að aðeins stærsti og bezti fiskurinn er saltaður, en liinn hluti afl- ans er að mestu leyli seldur i hinar fjöl- mennu og víðlendu sveitir, sem þar eru í nánd. Úr Grindavík gengu 31 bátur á vertíð- inni, með samtals 232 menn. Þar af voru 5 þiljaðir vélbátar og 26 opnir vélbátar. Vertíðin reyndist ógæftasöm og afli fremur tregur. í marz-mánuði var mjög brimasamt, en sæmileg veiði, þegar út var komizt. Um miðjan apríl var fiskur mjög lifrarmikill. Ársafli 832 smál. (361). Úr Höfnum gengu 15 opnir vélbátar, með 99 menn, og er það 3 bátum fleira en fyrra ár. Um mánaðarmótin marz og apríl var óvenju mikill fiskur þar á mið- unum, en af honum notaðisl ekki sem skyldi, vegna ótíðar. Veiðarfæratjón var með mesta móti. Veiðar héldu áfram til loka, og nokkrir bátar öllu lengur. Árs- afli 283 smál. (205). Frá Sandgerði gengu 33 bátar, með samtals 193 menn. Af þeim voru 20 bát- ar yfir 12 smál. og 13 opnir vélbátar, og er það 10 bátum fleira en árið áður. í marzmánuði var mjög sæmilegur afli. Sérstaklega veiddist vel vikuna 14.—20. marz. Aflahæsti báturinn þá viku veiddi 150 skpd. Langmestur afli barst á land 15.—31. marz, eða rúmlega þriðjungi meira en á sama tíma 1937. Vélbáturinn „Þráinn“ veiddi loðnu fyrir bátana og fékk frá 40—100 tn. á dag. I aprílmán- uði var tregur afli. Mikið veiðarfæratap var á vertíðinni, af völdum erlendra tog- ara. Arsafli 1604 smál. (1169). Fiskur var frekar lifrarlítill, nema i byrjun ver- tíðar. Úr 600 kg. af fiski fengust: 3% 44 litr. lifur i% 40 — — 3% 35 — — i% 30 — — 394 26 — — s% 26 — — Úr Garði og Leiru gengu 13 bátar, með samtals 70 menn. Fimm bátanna voru yfir 12 lestir og 8 opnir vélbátar, og er það 4 bátum fleira en f>Tra ár. Um mán- aðarmótin febrúar og marz var mikill afli og fiskur mjög stór. Allir bátarnir héldu út fram yfir lok, nema 2, sem fóru á dragnótaveiðar. Um liaustið var mjög sæmilegur afli, og stunduðu þá 9 opnir vélbátar veiðar, með 45 mönnum. Árs- afli 683 smál. (618). Úr Keflavílc og Njarðvíkum gengu 39 bátar með samtals 206 menn, og er það 3 bátum fleira en árið áður. Af þessum bátum voru 33 yfir 12 lestir og 6 opnir vélbátar. Dágóður afli var i marz. Tveir bátar reru þann mánuð með net, en öfl- uðu lítið. í aprílmánuði var rýr afli. Þó brá til dag og dag, t. d. fengu bátar úr Njarðvíkum 4 þús. á bát af stórum fiski 12. apríl. Er það talinn óvenjumikill afli.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.